50. fundur Svæðisskipulagsnefndar Suðurnesja
50. fundur Svæðisskipulagsnefndar Suðurnesja haldinn fimmtudaginn 14. nóvember 2024, kl. 16:00. Fundurinn er haldinn í fundarsal Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum, Skógarbraut 945, 262 Reykjanesbæ.
Gestur fundarins eru Ásbjörn Blöndal (HS-Orka), Valdís Guðmundsdóttir (HS-Orka), Sigurður Kristinsson (ISOR) og Auður Agla Óladóttir (ISOR).
Forföll boðuðu þeir: Magnús Stefánsson, Kjartan Már Kjartansson, Fannar Jónasson og Davíð Viðarsson.
Eysteinn Eyjólfsson formaður setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna.
Dagskrá:
- Greinargerð Svæðisskipulags Suðurnesja – Vatnsvernd. Gestir Ásbjörn Blöndal (HS-Orka), Valdís Guðmundsdóttir (HS-Orka) og Auður Agla Óladóttir (ISOR) og Sigurður Kristinsson (ISOR)
Ásbjörn fór yfir forsögu málsins en vinna hófst fór fyrir nokkru síðan vegna varavatnsbóla á Reykjanesskaganum. ISOR hefur unnið skýrslu fyrir HS Orku þar sem könnuð eru möguleg varavatnsból fyrir þéttbýlin á vestan- og norðanverðum Reykjanesskaga og lagt mat á þau m.t.t. náttúruvár vegna yfirstandandi eldsumbrota. Heildar kaldavatnsnotkun á svæðinu er 300-400 m/L.
Helstu niðurstöður skýrslunnar eru eftirfarandi:
Ferskvatnslinsan er 50 m þykk á Vogastapa og Njarðvíkurheiði. Ferksvatnslinsa er ekki mælanleg á Reykjanestá.
Í skýrslunni eru lagðar til sjö tillögur að borholum sem hægt væri að nýta til öflunar á ferskvatni fyrir skagann. Tvær fyrstu holurnar hafa verið notaðar áður.
- Árnarétt,
- Patterson svæðið,
- Við tjaldsstæði Sandgerðis (norðan megin),
- Við Snorrastaðatjarnir,
- Á Njarðvíkurheiði við Lágalögnina,
- Norður af Kalmanstjörn,
- Meðfram Stapafellsveginum.
Ekkert var hugað að eignarhaldi eða afmörkun brunnsvæða o.þ.h. í skýrslunni, heldur aðeins hvaða staðir gætu hentað fyrir ferskvatnsborholur.
Samantekt ÍSOR segir m.a. eftirfarandi:
„Samantekt skýrslunnar sýnir að jarðlög á Reykjanesskaga eru almennt hriplek og gnægð vatns til staðar í ferskvatnslinsunni en hún er misþykk og þynnist út til jaðranna. Helsti takmarkandi þátturinn fyrir vatnsvinnslu er seltumengun og því er vatnsvinnsla mjög háð ábyrgri dælingu þar sem jafnvægi milli vatnsgerða er lítið raskað. Annar takmarkani þáttur er efnaálag af völdum flugvallarins og áður herstöðvarinnar.
Þar er eldsumbrot og hraunrennsli gætu raskað vinnslusvæði í Lágum og í Vogavík eru hér lagðar fram sjö tillögur um aðra möguleika á ferskvatnsöflun. Tveir felast í nýtingu holna sem þegar eru til en fimm byggjast á borunum vinnsluholna, stundum einnig rannsóknaholna.
Útilokað má telja að einhver ein þessara tillagna nægi til að koma til staðar allra vinnslu úr Lágum heldur mun þurfa að nýta fleiri en eina lausn.“
Svæðisskipulagsnefnd Suðurnesja þakkar góða kynningu. Ritara falið að senda nefndarmönnum kynningu og skýrsluna sem nýtast mun við áframvinnslu vinnslutillögu svæðisskipulags Suðurnesja sem auglýst hefur til umsagnar.
Á 31. og 32. fundi Svæðisskipulagsnefndar Suðurnesja var samþykkt að tilnefna í starfshóp á vegum Svæðisskipulagsnefndar Suðurnesja vegna vinnu við varavatnsból á Reykjanesskaganum. Jafnframt var samþykkt á 31. fundi nefndarinnar, að HS Orka myndi leiða verkefnið. Svæðisskipulagsnefnd Suðurnesja felur fyrrnefndum hópi að vinna verkefnið áfram á grunni ofangreindrar skýrslu ÍSOR.
- Tölvupóstur dags 31.okt. 2024 frá Skipulagsgátt vegna beiðni um umsögn á kynningu á tillögu á vinnslustigi, Helguvík iðnaðar-, athafna og hafnarsvæði nr. 0949/2024. https://skipulagsgatt.is/issues/2024/949
Svæðisskipulagsnefnd Suðurnesja gerir ekki athugasemdir við tillöguna.
- Tölvupóstur dags. 13.11.2024 frá Skipulagsgátt vegna beiðni um umsögn, kynning á tillögu á vinnslustigi vegna breytingar á deiliskipulagi, Tæknivellir Ásbrú https://skipulagsgatt.is/issues/2024/1306
Svæðisskipulagsnefnd Suðurnesja gerir ekki athugasemdir við tillöguna.
- Tölvupóstur dags. 13.11.2024 frá Skipulagsgátt, beiðni um umsögn vegna tillögu að breytingu á aðalskipulagi við Vatnsnes https://skipulagsgatt.is/issues/2024/0175
Svæðisskipulagsnefnd Suðurnesja gerir ekki athugasemdir við tillöguna að breytingunni við aðalskipulag við Vatnsnes.
- Tölvupóstur dags. 13.11.2024 frá Skipulagsgátt, beiðni um umsögn vegna breytingar á aðalsskipulagi í Höfnum, Hvammur og Selvogur https://skipulagsgatt.is/issues/2024/0141
Svæðisskipulagsnefnd Suðurnesja gerir ekki athugasemdir við breytingartillögunnar á aðalskipulag í Höfnum, v. Hvamms og Selvogs.
- Tölvupóstur dags. 13.11.2024 frá Skipulagsgátt, beiðni um umsögn vegna breytingar á aðalsskipulagi í Dalshverfi 2. áfangi https://skipulagsgatt.is/issues/2024/0744
Svæðisskipulagsnefnd Suðurnesja gerir ekki athugasemdir við breytingar á aðalskipulagi í Dalshverfi, 2.áfanga.
- Önnur mál.
Ekki fleiri mál færð til bókar og fundi slitið kl. 17:50.