807. fundur stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum
Árið 2024, er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum miðvikudaginn 11. desember, kl. 8:00 í fundarsal Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum, Skógarbraut 945, 262 Reykjanesbæ.
Mætt eru: Ásrún Helga Kristinsdóttir, Björn Sæbjörnsson, Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, Jónína Magnúsdóttir og Berglind Kristinsdóttir sem jafnframt ritaði fundargerð.
Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir formaður setti fund og bauð fundarmenn velkomna á fundinn.
Dagskrá:
- Grunnsamningur Ferðamálastofu og Markaðs-og áfangastaðastofu 2025-2027.
Drög að samningi við Ferðamálastofu lagður fram. Gert er ráð fyrir því að framlög til Markaðs- og áfangastaðastofu Reykjaness verði 29 mkr. árlega á samningstímanum. Framkvæmdastjóra falið að undirrita samninginn. - Tölvupóstur dags. 21.11.2024 frá Byggðastofnun vegna samnings um atvinnu- og byggðaþróunarverkefna.
Fjárlög 2025 voru samþykkt á Alþingi mánudaginn 18.nóvember s.l. Fjárlaganefnd hækkaði framlög tímabundið um 35 mkr. en landshlutasamtök sveitarfélaganna sendu inn sameiginlega umsögn um fjárlögin.
Framlög til Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum verða kr. 25.403.694,- á árinu 2025 en það er kr. 821.249,- pr. 1000 íbúa og eru framlög til Suðurnesja eru lægst á landsvísu.
Stjórn S.S.S. óskar eftir því að skilgreiningar sem notaðar við úthlutun fjármuna verði endurskoðar við næstu úthlutun.
Framkvæmdastjóra falið að undirrita samninginn fyrir hönd S.S.S.
- Tölvupóstur dags. 20.11.2024 frá Innviðaráðuneytinu vegna samnings um Sóknaráætlun Suðurnesja.
Framlög til sóknaráætlana voru samþykkt í fjárlögum 2025. Framlög til samninganna voru hækkuð tímabundið um 120 mkr. en landshlutasamtök sveitatfélaga sendu inn sameiginlega umsögn. Heildarframlög IRN, MVF og URN verða því 865,7 mkr á árinu 2025 en framlög til S.S.S. verða 103.259.836,- Framlög til Suðurnesja eru langlægst á landsvísu. Stjórn S.S.S. óskar eftir því að skilgreiningar sem notaðar við úthlutun fjármuna verði endurskoðar við næstu úthlutun.
Framkvæmdastjóra falið að undirrita samninginn fyrir hönd S.S.S.
- Samstarfsamningur um rekstur Fab Lab Suðurnesja.
Samstarfssamningur um rekstur Fab Lab Suðurnesja á milli Fjölbrautaskóla Suðurnesja, Reykjanesbæjar, Iðnaðar og nýsköpunarráðuneytisins, Mennta- og barnamálaráðuneytis og Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum lagður fram. Framlög S.S.S. á árinu 2025 eru 4 mkr. en verkefnið er eitt af áhersluverkefnum Sóknaráætlunar Suðurnesja. Samningurinn gildir út 2026. - Tölvupóstur dags. 02.12.2024 frá Rauða Kross Íslands, beiðni um styrk.
Umsókn um styrk frá Sambandi sveitarfélaga á Suðurnesjum vegna verkefnisins Frú Ragnheiður. Beiðnir um styrki þurfa að berast fyrir 1. september ár hvert svo hægt sé að koma þeim inn í fjárhagsáætlanir sveitarfélaganna. Því miður er ekki hægt að verða við beiðninni að þessu sinni. - Bréf dags. 21.10.2024 frá Bandalagi íslenskra listamanna, v. möguleikar á faglegri aðkomu BÍL við úthlutun styrkja úr uppbyggingarsjóðum á landsbyggðinni.
Lagt fram. - Samantekt á samstarfsverkefnum Reykjanes jarðvangs og GeoCamp Iceland.
Stjórn S.S.S. þakkar góða samantekt og lýsir ánægju með metnaðarfullt verkefni. Verkefni sem þetta skiptir svæðið miklu máli og ýtir undir m.a. menntun í náttúruvísindum og sjálfsímynd svæðisins. - Stöðuskýrsla Velferðarnets Suðurnesja.
Stöðuskýrsla lögð fram. Stjórn S.S.S. þakkar fyrir skýrsluna og vel unnið verkefni. Samstarfsverkefni sem þetta bætir þjónustu við íbúa Suðurnesja og eykur samstarf á milli opinberra aðila. - Starfsáætlun stjórnar.
Fastir fundir stjórnar verða annan miðvikudag í mánuði. Vetrarfundur verður þann 28. mars 2025 og aðalfundur verður þann 4. október 2025. - Önnur mál.
Stjórn ræddi málefni Eignarhaldsfélags Suðurnesja.
Ásdís Júlíusdóttir skrifstofustjóri lét af störfum hjá Sambandi sveitarfélaga á Suðurnesjum í nóvember s.l. vegna aldurs. Stjórn S.S.S. þakkar henni fyrir vel unnin störf.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9:25.
Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir Jónína Magnúsdóttir Ásrún H. Kristinsdóttir
Björn Sæbjörnsson Berglind Kristinsdóttir