808 fundur stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum
Árið 2025, er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum miðvikudaginn 8. janúar, kl. 8:00 í fundarsal Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum, Skógarbraut 945, 262 Reykjanesbæ.
Mætt eru: Ásrún Helga Kristinsdóttir, Björn Sæbjörnsson, Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, Jónína Magnúsdóttir og Berglind Kristinsdóttir sem jafnframt ritaði fundargerð.
Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir formaður setti fund og bauð fundarmenn velkomna á fundinn.
Dagskrá:
1. Erindi frá Vegagerðinni v. endurskoðunar á leiðarkerfi landsbyggðavagna. Vegagerðin vill með erindi sínu vekja athygli á að daganna 20.-24. janúar verða haldnir kynningarfundir fyrir hagaðila á niðurstöðum endurhönnunar á leiðarkerfi landsbyggðastrætó. Um er að ræða fjarfundi með fundarstjóra. Fundarboð verður sent til viðkomandi aðila á nýju ári. Áætlað er að fundirnir verði 2 klst. hver. Fyrsti fundur Vegagerðarinnar verður með Suðurnesjum.
2. Tölvupóstur dags. 12. desember 2024 frá Ástu K. Sigurjónsdóttur f.h. Íslenska ferðaklasans. Beiðni um samstarf.
Beiðni frá Íslenska ferðaklasanum um samstarfs í Ratsjánni 2025. Ratsjáin er fjármögnuð að hluta af aðgerðaráætlun stjórnvalda undir aðgerð D.4. Heildarfjármagn er 10 mkr. Hlutverk landshlutasamtakanna er að koma að miðlun og hvatningu til starfandi ferðaþjónustufyrirtækja auk annarra skilgreindra markhópa að verkefninu s.s. skapandi greina og aðrar þjónustugreina á svæðinu sem eiga erindi í verkefnið og tengjast með beinum eða óbeinum hætti ferðaþjónustu á svæðinu.
Stjórn S.S.S. samþykkir að taka þátt í verkefninu.
3. Tölvupóstur dags. 12.12.2024 frá Unni Ýr Kristinsdóttur f.h. hönd umsjónarmanna ungmennaráða á Suðurnesjum. Tillaga um aukinn vettvang. Í tengslum við vinnustofur vegna Sóknaráætlunar Suðurnesja kom fram vilji ungmennaráða á Suðurnesjum til að efla samstarf ungmennaráða á Suðurnesjum. Ungmennaráðin vilja hafa áhrif og deila hugmyndum sínum í víðara samhengi.
Stjórn S.S.S. tekur vel í erindið og felur framkvæmdastjóra að boða hlutaðeigandi aðila á fund stjórnar. 2
4. Bréf dags. 05.12.2024 frá Annas J. Sigmundssyni tilkynning um lögheimils breytingu. Annas Jón Sigmundsson hefur flutt lögheimili sitt á höfuðborgarsvæði og þar með misst kjörgengi sitt sem bæjarstjórnarmaður í Sveitarfélaginu Vogum. Annas hefur fyrir hönd sveitarfélagsins m.a. setið í Úthlutunarnefnd Uppbyggingarsjóðs Suðurnesja sem aðalmaður og varamaður í stjórn Heklunnar.
Stjórn S.S.S. þakkar honum fyrir farsæl störf á undanförnum árum.
5. Sóknaráætlun Suðurnesja – fyrstu drög til yfirlestrar. Lagt fram. Opinn vinnufundur fyrir sveitarstjórnarfólk, starfsmenn sveitarfélaganna og íbúa verður haldinn í byrjun febrúar.
6. Málefni fatlaðs fólks – uppsögn á samningi. Stjórn S.S.S. ræddi samning vegna þjónustu við fatlað fólk.
7. Önnur mál.
Þann 27.12.2024 greiddi Vegagerðin halla vegna aksturs almenningssamgangna er rann út 2013. Hallinn vegna akstursins er 76 mkr. en heildarhalli er 94 mkr. vegna málaflokksins. Það sem út af stendur er tilkomið vegna lögfræðiskostnaðar við málarekstur gegn íslenskra ríkinu vegna uppsagnar á einkaleyfinu FLE-REK.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9:20.
Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir Jónína Magnúsdóttir
Björn Sæbjörnsson Ásrún H. Kristinsdóttir
Berglind Kristinsdóttir