818. fundur stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum
Árið 2025, er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum miðvikudaginn 10. desember, kl. 8:00 í fundarsal Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum, Skógarbraut 945, 262 Reykjanesbæ.
Mætt eru: Ásrún Helga Kristinsdóttir, Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, Jónína Magnúsdóttir, Björn Sæbjörnsson og Berglind Kristinsdóttir sem jafnframt ritaði fundargerð.
Jónína Magnúsdóttir setti fund og bauð fundarmenn velkomna á fundinn.
Dagskrá:
- Tölvupóstur frá nefnda- og greiningarsviði Alþingis, dags. 13.11.2025 vegna brottfarastöðvar.
Umsögn um frumvarpið lögð fram en stjórn S.S.S. skilaði inn umsögn um frumvarpið þann 27.11.2025. - Tölvupóstur frá Kristjáni Sturlusyni f.h. Háskóla Íslands, dags. 17.11.2025, beiðni um samstarf v. fundar félagsþjónustu sveitarfélaga og almannavarna.
Lagt fram. Stjórn S.S.S. samþykkir að taka þátt í verkefninu og felur framkvæmdastjóra að vinna málið áfram. - Landið og miðin viðskiptahraðall – lokaskýrsla til HVIN.
Lagt fram til kynningar. - Beiðni um samstarf við Drift vegna Kveikjunnar.
Stjórn S.S.S. tekur vel í verkefni og felur framkvæmdastjóra að afla frekari upplýsinga. Jafnframt að skoða samstarf við Hviðu -Eignarhaldsfélag Suðurnesja. - Tölvupóstur dags. 01.12.2025 frá Samtökum tónlistaskóla í Reykjavík, ályktun um stöðu tónlistarmenntunar á Íslandi.
Lagt fram. - Drög að samstarfslýsingu 2026-2027 Cruise Iceland & Markaðsstofur landshlutanna.
Lagt fram til kynningar. Stjórnin ræddi mikilvægi þess að Markaðsstofan og sveitarfélögin á Suðurnesjum ættu gott samstarf um þetta mikilvæga verkefni. - Önnur mál.
Framkvæmdastjóri sagði frá því að verkefnastjóri MR óskaði eftir heimild stjórnar S.S.S. til að setjast í stjórn Geocamp Iceland.
Stjórn S.S.S. hefur ekki athugasemdir við stjórnarsetu en leggur til að viðkomandi verkefnastjóri sitji ekki fundi Reykjanes Geopark nema undir þeim liðum er snúa beint að Markaðsstofu Reykjanes, til að koma í veg fyrir hagsmunaárekstra.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 8:40.
Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir Jónína Magnúsdóttir
Ásrún H. Kristinsdóttir Björn Sæbjörnsson
Berglind Kristinsdóttir