fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

Uppbyggingarsjóður auglýsir eftir umsóknum

Uppbyggingarsjóður Suðurnesja auglýsir eftir umsóknum fyrir árið 2025 og verður opnað fyrir umsóknir föstudaginn 1. nóvember 2024 og skulu umsóknir hafa borist fyrir kl. 15 þann 5. desember 2024.

Uppbyggingarsjóður Suðurnesja er hluti af Sóknaráætlun Suðurnesja og er í umsjón Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum.
Markmið Uppbyggingarsjóðs er styðja vel við verkefni sem efla fjölbreytileika atvinnulífs á Suðurnesjum, menningarstarfsemi og atvinnuskapandi verkefni á svæðinu.

Sótt er um rafrænt á vef Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum sss.is en þar er hægt að skoða reglur sjóðsins og leiðbeiningar við gerð umsókna. Umsækjendur eru hvattir til þess að kynna sér þær og vanda umsóknir sínar í hvívetna.

Umsækjendur sem sækja um fyrir hönd lögaðila skulu sækja um með rafrænum skilríkjum eða Íslykli á kennitölu lögaðilans.

Umsækjendur geta haft samband við Loga Gunnarsson verkefnastjóra Uppbyggingarsjóðs á netfangið logi@sss.is eða í síma 868 9080.

Þá er einnig hægt að bóka ráðgjöf vegna umsóknarskrifa hjá verkefnastjórum SSS á netfangið heklan@heklan.is