fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

Uppbyggingarsjóður

Aukaúthlutun til smærri atvinnurekenda í Grindavík

Opið verður fyrir umsóknir í aukaúthlutun Uppbyggingarsjóð Suðurnesja frá 7. júlí til og með 18. ágúst kl. 2025. Eigendur lítilla og meðalstórra fyrirtækja geta sótt um styrk til verkefna sem snúa m.a. að markaðssetningu, vöruþróun og nýsköpun og gilda almennar reglur Uppbyggingarsjóðs við mat á umsóknum.

Skilyrði er að fyrirtæki hafi verið í rekstri í nóvember 2023 og hafi a.m.k. einn starfsmann á launaskrá. Velta má ekki vera yfir 500 milljónir. Ekki er hægt að sækja um styrk til niðurgreiðslu lána og skulda eða í almennan rekstur fyrirtækis og gjöld. Skila þarf inn ársreikningi 2024 með umsókn.

Uppbyggingarsjóður fjármagnar ekki fjárfestingar í fyrirtækjum, kaup á lóðum eða húsnæði eða uppbyggingu innviða eins og rafmagns. Verkefnum skal að jafnaði vera lokið innan 12 mánaða frá úthlutun.

Heildarfjármagn vegna viðauka í Sóknaráætlun Suðurnesja til stuðnings atvinnureksturs Grindavíkur er 50 m.kr.

Frekari upplýsingar veita Logi Gunnarsson verkefnastjóri Uppbyggingarsjóðs Suðurnesja logi@sss.is og Dagný Maggýjar verkefnastjóri Heklunnar, atvinnuþróunarfélags Suðurnesja dagny@heklan.is

Sækja um

Um Uppbyggingarsjóð:

Uppbyggingarsjóður Suðurnesja er samkeppnissjóður sem styður við menningar-, atvinnu- og nýsköpunarverkefni á Suðurnesjum. Sjóðurinn auglýstir eftir umsóknum einu sinni að hausti og eru þær metnar út frá þeim markmiðum og áherslum sem koma fram í Sóknaráætlun Suðurnesja og reglum sjóðsins.

Úthlutað er úr sjóðnum árlega til verkefna á sviði menningar annars vegar, þ.á.m. stofn- og rekstrarstyrki, og til atvinnu og nýsköpunarverkefna hins vegar.

Hér má sjá kynningarmyndbönd þar sem fjallað er um þau verkefni sem hlotið hafa styrk úr sjóðnum.