Uppbyggingarsjóður framlengir umsóknarfrest

Frestur umsókna í Uppbyggingarsjóðs Suðurnesja hefur verið framlengdur til 11. maí kl. 16:00.
Uppbyggingarsjóður er samkeppnissjóður og hlutverk hans er að styrkja menningar-, atvinnu- og nýsköpunarverkefni, auk annarra verkefna sem falla að sóknaráætlun landshlutans. Sjóðurinn styrkir að jafnaði ekki meira en 50% af heildarkostnaði verkefna.
Umsóknareyðublöð ásamt öðrum gögnum sem umsækjendur þurfa á að halda við ritum umsóknar eru aðgengileg hér
Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum, Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið og Mennta- og menningarmálaráðuneytið hafa gert með sér samning um Sóknaráætlun Suðurnesja sem gildir frá árinu 2015 til 2019.