fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

Sumaráætlun Strætó á Suðurnesjum

Sumaráætlun tekur gildi þann 7. júní. Helstu breytingar eru eftirfarandi:

Leið 55

Kemur 2 mínútum fyrr á biðstöðvarnar Vogaafleggjari, Grindavíkurafleggjari, Tjarnarhverfi, Skógarbraut, Keilir og Bogabraut á leið frá Firði til Reykjanesbæjar og 1 mínútu fyrr á Njarðvíkurtorg. Þessar breytingar hafa ekki áhrif á heildarferðatíma leiðarinnar.

Biðstöðin Blikavöllur við FLE breytir um nafn í Kjóavöll og FLE mun skiptast í tvær biðstöðvar, FLE – Koma og FLE – Brottför.

Leið 88

Ferðir kl. 15:28 á fimmtudögum og kl. 14:28 á föstudögum frá Fjölbrautaskóla Suðurnesja og ferð kl. 14:55 frá Grindavík á föstudögum falla út yfir sumartímann.

Ferð kl. 7:52 frá Miðstöð til Grindavíkur á virkum dögum seinkar um 5 mínútur, til kl. 7:57 og munu því tengjast innanbæjarvögnum í Miðstöð.


Vegna hliðrana á tímum á leið 55 í átt frá Firði til Reykjanesbæjar hliðrast sumar ferðir á leið 88 einnig um 2 mínútur til þess að þær passi við leið 55.

Nánari upplýsingar á strætó.is og í síma 540 2700​