fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

Reykjanes fær öflugan liðsauka

Sambandi sveitarfélaga á Suðurnesjum hefur borist öflugur liðsauki í sumar en þrír starfsmenn voru ráðnir til þess að sinna verkefnum fyrir Markaðsstofu Reykjaness og Reykjanes UNESCO Global Geopark.

Verkefnin eru öll á sviði markaðsmála og má þar nefna uppfærslu á nýrri vefsíðu MR, samskipti við fjölmiðla og greinaskrif sem og birtingu efnis á samfélagsmiðlum. Liðsaukinn hefur þegar skilað Markaðsstofunni gríðarlegri aukningu á miðlum og má þar nefna að fylgjendur Youbute rásar MR eru nú orðnir 1.300 frá því í vor. Sýnileiki  Reykjanessins hefur því verið margfalt aukinn í sumar og þá sérstaklega nýjustu viðbótarinnar, eldgossins í Geldingardölum.

Starfsmennirnir eru Hörður Kristleifsson ljósmyndari, Gunnhildur Björg Baldursdóttir og Smári Hólm Jónsson og voru þau ráðin með styrk frá Vinnumálastofnun.