fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

Andri Örn Víðisson til SSS

Andri Örn Víðisson hefur verið ráðinn til Sambands íslenskra sveitarfélaga til að vinna að stafrænni þróun og mun hann í takt við áherslur á störf án staðsetningar hafa vinnuaðstöðu á skrifstofum SSS.

Andri Örn er hluti af stafrænu teymi sambandssins en flest sveitarfélög landsins hafa samþykkt að vinna saman að stafrænni umbreytingu.

Teymið mun vinna að framkvæmd stafrænna samstarfsverkefna sveitarfélaga í samvinnu við stafrænt ráð sveitarfélaga og faghóp.

Upplýsingasíða um stafrænt samstarf sveitarfélaga hefur verið opnuð og mun verða þróuð áfram á næstu mánuðum. Fyrsta stafræna samstarfsverkefni sveitarfélaga er þegar hafið. Það snýst um afgreiðsluferla fyrir fjárhagsaðstoð sveitarfélaga og er hluti af COVID-19 fjárfestingu ríkisins.