fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

Opnað fyrir umsóknir í Tækniþróunarsjóð

Tækniþróunarsjóður hefur opnað fyrir umsóknir í styrktarflokkunum SprotiVöxtur/Sprettur og Markaðsstyrkur.

Umsóknarfrestur er til 15. september 2021, kl. 15:00.

  • Sproti er fyrir ung nýsköpunarfyrirtæki og frumkvöðla og hefur það að markmiði að styðja við verkefni á byrjunarstigi.
  • Vöxtur er fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki og er ætlaður til að styrkja þróunarverkefni sem eru komin af frumstigi hugmyndar og er Sprettur öndvegisstyrkur innan Vaxtar.
  • Markaðsstyrkur er ætlaður litlum og meðalstórum fyrirtækjum sem verja að lágmarki 10% af veltu sinni til rannsókna- eða þróunarstarfs samkvæmt síðasta reikningsári. Styrkinn er hægt að sækja um vegna sérstaks markaðsátaks en einnig til uppbyggingar innviða fyrirtækisins sem tengjast sókn á markaði.

Umsóknarfrestur er til 15. september 2021, kl. 15:00.

Sótt er um rafrænt í gegnum umsóknarkerfi Rannís.

Nánari upplýsingar á síðu Tækniþróunarsjóðs.