fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

Frá regnhlíf í kjól

Endurvinnslunámskeið Himane Upcycle stendur nú yfir í Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum en kennari er Catherine Charlot frá New York sem er þekkt fyrir að endurvinna flíkur m.a. úr notuðum regnhlífum sem hún finnur í New York.Mun hún leiðbeina nemendum sínum með hvernig gera má fallega flík eða fylgihlut úr ýmsu því sem annars gæti lent í ruslinu og notar hún hugmyndafræði „upcycle“ í stað „resycle“.Catherine heimsótti Eldey þróunarsetur í gær þar sem hún kynnti sér framleiðslu og vinnu hönnuða í húsinu. Hér má sjá vinnustofu Ólafs Árna Halldórssonar sem framleiðir sápur frá grunni og markaðssetur sem gjafavöru á ferðamannastöðum. Vinsælasta sápan þessa dagana er gerð úr ösku frá gosinu í Eyjafjallajökli.Sjá frekari uppl. um Himane Upcycle hér.