fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

Heklugos á Suðurnesjum

Eldey þróunarsetur, Menningarráð Suðurnesja og SKASS bjóða til vorfagnaðar fimmtudaginn 31. maí 2012 kl. 19:30 þar sem kynnt verður fjölbreytt flóra hönnunar á Suðurnesjum undir yfirskriftinni Heklugos á Suðurnesjum.Hönnuðir munu kynna vörur sínar auk þess sem boðið verður upp á tískusýningu og ýmsar kynningar og vörur.Hönnuðir í Eldey verða með opnar vinnustofur og boðið verður upp á lifandi tónlist, stutta fyrirlestra og léttar veitingar.Það er ljóst að það er mikill kraftur sem kraumar á Suðurnesjum og hönnun af svæðinu hefur þegar vakið mikla athygli. Þeir hönnuðir sem hafa hug á þátttöku geta sent inn umsókn á netfangið eldey@heklan.is.