Rammasamningur um IPA styrki samþykktur
Alþingi hefur samþykkt þingsályktun sem staðfestir rammasamning utanríkisráðherra við ESB um IPA-styrki, sem alls nema 5-6 milljörðum króna. Sótt verður um styrk fyrir tvö stór verkefni á Suðurnesjum.Heklan atvinnuþróunarfélag fékk styrk til að láta vinna fýsileikakönnun fyrir verkefni sem væri hægt að gera styrkhæf til Evrópusambandsins. Tveir vinnuhópar ásamt ráðgjöfum sem og stjórn og ráðgjöfum Heklunnar hafa unnið að verkefninu og er niðurstaðan tvö verkefni sem sótt verður um styrk til og byggja þau á greiningu á svæðinu. Þau eru Kennslu og rannsóknarmiðstöð Reykjaness og Auðlindagarður.Markmið Kennslu- og rannsóknarmiðstöðvar Reykjaness eru m.a. að auka aðgengi að formlegum og óformlegum menntunartækifærum, tengja betur saman atvinnulíf og þá sem bjóða starfsþjálfun og menntun, auka samvinnu og samstarf og auka fé til rannsókna á svæðinu.Auðlindagarðinum er ætlað að vera regnhlífasamtök fyrir alla garða á Reykjanesi og afurðir þeirra og tengist m.a. Reykjanes GeoPark project, 100 gíga garðinum og grænu samfélagi í Vogum.