Gerum það besta úr komandi ferðasumri á Suðurnesjum
Heklan og Markaðsstofa Suðurnesja boða alla þá sem koma að ferðaþjónustu á Suðurnesjum til fundar í Eldey þróunarsetri, Grænásbraut 506, Ásbrú – miðvikudaginn 23. maí kl. 16:00.Fundurinn er upplýsingafundur en þar gefst aðilum í ferðaþjónustu tækifæri á að kynna sína starfsemi og þjónustu fyrir öðrum og heyra jafnframt hvað aðrir eru að gera.Fjölgun ferðamanna á Suðurnesjum var sú mesta á öllu landinu á milli áranna 2010 og 2011 og spár sýna enn frekari fjölgun. Ferðaþjónustan á Suðurnesjum ætlar sér að taka þátt í þeirri þróun en til þess þarf hún að standa sterk saman og mæta aukningunni á faglegan hátt.Markaðsstofa Suðurnesja mun kynna á fundinum sameiginlegt markaðsátak markaðsstofa landshlutanna, Ferðamálastofu og Ferðaþjónustu bænda.Þeir aðilar sem vilja kynna þjónustu sína geta látið vita á netfangið info@visitreykjanes.is eða í síma 421 3220 og á heklan@heklan.is.Allir áhugasamir um veg ferðaþjónustunnar á Suðurnesjum eru boðnir velkomnir.