92. fundur Heklunnar
92. fundur Heklunnar, atvinnuþróunarfélags og Markaðsstofu Reykjaness haldinn í fundarsal Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum, Skógarbraut 945, 262 Reykjanesbæ, föstudaginn 10. mars 2023, kl. 9:00.
Mætt: Magnús Stefánsson, Fannar Jónasson, Guðmundur Pétursson, Gunnar Axel Axelsson, Aðalheiður Hilmarsdóttir og Berglind Kristinsdóttir. Fundargerð ritaði Berglind Kristinsdóttir.
Pálmi Freyr Randversson boðaði forföll.
- Grænn iðngarður í Helguvík. Gestur Kjartan Eiríksson, Reykjanesklasinn.
Kjartan Eiríksson kynnti verkefnið um grænan iðngarð í Helguvík. Stjórn Heklunnar þakkar góða kynningu á þessu áhugaverða verkefni.
- Frumkvöðlasetur – Samvinnurými. Kynning Dagný Maggýjardóttir.
Verkefnastjóri kynnti fyrir stjórn hugmyndir um nýsköpunar og þróunarsetur. Dagný mun í framhaldi senda stjórn skýrslu um málið.
- Erindi ódagsett frá Jónínu Hermannsdóttur, f.h. DHL Express Iceland.
Stjórn Heklunnar hvetur aðila máls til þess að finna lausn svo fyrirtækið getið haldið áfram að vaxa og dafna á Suðurnesjum.
- Staða og framtíð Suðurnesja – sviðsmyndagreining/tekjuþróun. Áb: Berglind Kristinsdóttir.
Í ljósi þess að umfangsmiklar breytingar hafa orðið á íbúaþróun á Suðurnesjum á undanförnum árum og munu verða það áfram er mikilvægt að einstök sveitarfélög og samtök þeirra hafi yfirlit yfir þær og hvers megi vænta á næstu árum.
Þessar breytingar hafa nú þegar haft áhrif á tekjustofna sveitarfélaganna sem og þjónustuþarfir og munu gera það áfram. Áhrifin og væntanleg framvinda eru mismunandi eftir sveitarfélögum þótt þær séu um margt keimlíkar.
- Að afla gagna og greina um íbúaþróun og mikilvæga þætti hennar bæði á undanförnum árum og til 3-5 ára framtíðar. Eftir því sem tök eru á verður gerð grein fyrir íbúaframvindu til lengri tíma.
- Að afla gagna og greina um þróun atvinnulífs á Suðurnesjum og tengja þau íbúaþróun annars vegar og þróun tekjustofna sveitarfélaganna hins vegar.
- Að greina gögn um samhengi íbúaþróunar undanfarinna ára og helstu tekjustofna sveitarfélaganna á Suðurnesjum. Á grundvelli þessara gagna verður gerð grein fyrir líklegri framvindu tekna þeirra á næstu árum.
- Að greina samhengi íbúaþróunar og vænta þróun helstu þjónustuþátta sveitarfélaganna. Hér er um að ræða þörf fyrir leikskóla, grunnskóla, þjónustu við fatlað fólk og aldraða ásamt öðrum þjónustuþáttum sveitarfélaganna.
Framkvæmdastjóri mun óska eftir því að kynna niðurstöðurnar í bæjarráðum allra sveitarfélaganna á Suðurnesjum þegar þær liggja fyrir.
- Önnur mál.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:30.