36. fundargerð Svæðisskipulags Suðurnesja
36. fundur Svæðisskipulagsnefndar Suðurnesja haldinn fimmtudaginn 30. mars 2023, kl. 16:00. Fundurinn er haldinn í fundarsal Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum, Skógarbraut 945, 262 Reykjanesbæ.
Mætt eru: Björn Ingi Edvardsson, Guðmundur Björnsson, Hera Sól Harðardóttir, Andri Rúnar Sigurðsson, Jón B. Einarsson, Eysteinn Eyjólfsson, Einar Jón Pálsson, Lilja Ósk Sigmarsdóttir, Atli Geir Júlíusson, Fannar Jónasson, Kjartan Már Kjartansson, Gunnar K. Ottósson, Magnús Stefánsson og Gunnar Axelsson.
Gestir fundarins: Pálmi F. Randversson, framkvæmdastjóri Kadeco og Stefán Gunnar Thors, ráðgjafi.
Eysteinn Eyjólfsson formaður setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna.
Forföll boðaði:
- Davíð Viðarsson, Sveitarfélaginu Vogar
- Berglind Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri SSS
Dagskrá:
- Endurskoðun Svæðisskipulags Suðurnesja, vinnustofa yfirferð á texta.
- Atvinna: Gunnar K. Ottósson, Kjartan Már Kjartansson og Andri Rúnar Sigurðsson.
- Lögð fram uppfærð samantekt þar sem ýmsar orðalagsbreytingar voru lagðar til.
- Ákveðið að leggja áherslu á matvælaframleiðslu og þar með talið eldi, sem tekur til fleiri þátta en fiskeldi. Vinna með sérstöðu Suðurnesja fyrir ákveðna matvælaframleiðslu. Varðandi eldi er ávallt verið að ræða um landeldi.
- Ákveðið að taka út markmið um einföldum leyfisferla, þar sem það er ekki nema að hluta á ábyrgð sveitarfélaganna.
- Áhersla lögð á að varast alla ofnýtingu auðlinda.
- Auðlindir: Magnús Stefánsson, Jón B. Einarsson og Atli G. Júlíusson.
- Lögð fram uppfærð samantekt.
- Tillaga um ný markmið um að nýting verði sjálfbær og að lágmarka losun CO2. Umræða var um hvað felst í sjálfbærri nýtingu og hvernig framfylgd verði með slíku markmiði. Er þar með verið að leggjast gegn ákveðinni atvinnustarfsemi eða leita eftir ákveðinni starfsemi? Sveitarfélög verða að líta til þessara markmiða við skoðun á breytingum/endurskoðun aðalskipulagsáætlana og leyfisveitinga til atvinnustarfsemi.
- Veitur og samgöngur: Björn Ingi Edvardsson og Fannar Jónasson.
- Lögð fram uppfærð samantekt.Tillaga um að skilgreina og útskýra ýmis hugtök.Rætt um skilning á markmiði um að skoða fráveitumál heildstætt. Mikilvægt að skerpa á því sem markmið segja til að stuðla að sameiginlegum skilningi flestra.
- Rætt um mikilvægi þess að hafa sérstakan kafla um náttúruvá, þar sem fjalla þarf um hvað geti gerst, öryggi, flóttaleiðir, áhrif á innviði, aðgerðir.
- Loftlagsmál: Eysteinn Eyjólfsson og Lilja Sigmarsdóttir
- Farið verður yfir loftslagsmál á næsta fundi.
- Ráðgjafi vinnur áfram með ofangreindar tillögur og uppfærir í samræmi við umræðu.
- Atvinna: Gunnar K. Ottósson, Kjartan Már Kjartansson og Andri Rúnar Sigurðsson.
- Sameiginlegur fundur svæðisskipulagsnefnda höfuðborgarsvæðisins og Suðurnesja.
- Á fundinum verður kynning á K64, þar sem formaður og varaformaður svæðisskipulagsnefndarinnar mæta. Í kjölfarið á kynningu verður formlegur fundur nefndanna og lögð fram sameiginleg ályktun.
- Kynning frá Kadeco K-64. Pálmi Freyr Randversson framkvæmdastjóri Kadeco.
- Pálmi fór yfir inntak þróunaráætlunarinnar: framtíðarsýn, tækifæri, áskoranir og tillögur um þróunarsvæði.
- Rætt um tengingu við þróunaráætlun Isavia og skipulag flugbrauta. Mikilvægt að tekin sé ákvörðun um hvar skuli byggja á næstu árum og gefa þróunaraðilum og fyrirtækjum skýr skilaboð.
- Rætt um hvernig verði áætlunin gerð lögformleg eða hún sýnd í aðalskipulagi sveitarfélaga. Einnig þurfa sveitarfélög að huga að því hvernig staðið verði að uppbyggingu nauðsynlegra innviða s.s. skóla, heilsugæslu, þjónustu og íbúða til styðja við tækifærin.
- Kadeco og Íslandsstofa vinna sameiginlega að kynningu á verkefninu. Þetta verður kynnt sem stærsta þróunarverkefni á Íslandi.
- Pálmi segir að á ráðstefnum hafi verkefnið og svæðið fengið mikla athygli og þegar hafa komið fyrirspurnir um ýmis verkefni.
- Ráðgjafi tekur saman yfirlit um hvernig K64 samræmist og tengist svæðisskipulagi 2008-2024 og þeirra áherslna sem unnið hefur verið með fram til þessa.
- Önnur mál.
Atli Geir lagði fram tillögu um að fundir svæðisskipulagsnefndar verði fyrsta fimmtudag hvers mánaðar. Verður rætt áfram.
Ekki er fleira tekið fyrir og fundi slitið kl. 17:40. Fundargerð verður undirrituð með rafrænum hætti og verður send fundarmönnum að loknum fundi.
Næsti fundur 4.5.2023