fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

Vel heppnaður kynningarfundur á Tækniþróunarsjóði

Samtök iðnaðarins, Samtök sprotafyrirtækja og Rannís stóðu fyrir kynningarfundi um Tækniþróunarsjóð miðvikudaginn 16. ágúst síðastliðinn. 

Á fundinum kynntu Svandís Unnur Sigurðardóttir og Davíð Lúðvíksson sérfræðingar á rannsókna- og nýsköpunarsviði Rannís opinberan stuðning til nýsköpunarverkefna í Tækniþróunarsjóði og Skattfrádrætti rannsókna- og þróunarverkefna og Skattfrádrætti erlendra sérfræðinga.

Á fundinum var farið yfir ólíka styrkjaflokka Tækniþróunarsjóðs, umsóknarferli og frestum. Þess má geta að umsóknarfrestur í fyrirtækjastyrkina Vöxt/Sprett, Sprota og Markað rennur út 15. september næstkomandi. Einnig var fjallað um frádrætti vegna erlendra sérfræðinga auk þess sem kynntur var skattfrádráttur á kostnaði vegna rannsóknar- og þróunarverkefna með sérstakri áherslu á þau vafaatriði sem fyrirtæki geta staðið frammi fyrir í umsóknarferlinu.

Hér má skoða fundinn