fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

Langtímahættumat Reykjanesskaga

Bergrún Óladóttir frá Veðurstofu Íslands kynnti langtímahættumat Reykjanesskaga vestan Kleifarvatns á aðalfundi Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum sem haldinn var þann 14. október 2023.

Þar kynnti hún hrauna- gasmengunar og gjóskufallsvá fyrir Reykjanesið en höfundar að baki voru Melissa A. Pfeffer, Sara Barsotti og Bogi Björnsson. Við spána voru notaðar hraunhermanir um möguleg áhrif hraunrennslis á byggð og innviði sem byggðar eru á MrLavaLoba líkaninu.

Skilgreining og afmörkun líklegra gosupptökusvæða er byggð á þekktum gosupptökum, jarðsjálftaupptökum 1991-2023 og fjarlægð frá meintum flekaskilum. Svæði í lægðum í landinu eru augljóslega mest útsett fyrir hraunflæði til langtíma litið en komi upp hraun í fjallshlíðum geta svæði sem liggja ofar í landinu vissulega orðið fyrir hrauni.

Kvikuop líklegri sunnan megin á Reykjanesskaga
Þekkt gosop eru staðsett sunnan megin á skaganum og líklegt að framtíðargosop opnist þar þótt ekki sé hægt að útiloka kvikuhlaup til norðurs. Gosupptök eru líklegri sunnan megin á Reykjanesskaga og mannvirki þar geta orðið fyrir skemmdum vegna hraunrennslis.
Hraun geta runnið til suðurs og ollið skemmdum á innviðum verði gosupptök um miðjan skagann.

Mesta fjarlægð frá gosupptökum sem ná að koma hermdum hraunum á athugunarsvæði er 3-4 km fyrir lítið gos og 5-6 km fyrir meðalstór gos.

Grindavík er eina þéttbýlið á Reykjanesskaga vestan Kleifarvatns sem er útsett fyrir hraunvá. Þá er Bláa lónið, virkjanir í Svartsengi og á Reykjanesi sem og vatnstökusvæði í Lágum útsett fyrir hraunrennsli. Hraunvá er lítil í Reykjanesbæ, Suðurnesjabæ, Vogum og á Keflavíkurflugvelli.

Gasmengun
Vindátt og vindstyrkur ráða miklu um gasdreifingu. Mestar líkur eru á gasmengun vestan við gossprungur og verstu sviðsmyndir geta myndast í vindáttum sem eru ekki ríkjandi. Þó var tekið fram að gasmælingar í Fagradalsfjalli 2023-23 reyndust mun minni en þau gos sem hermd voru.

Gjóskuvá
Litlar líkur eru taldar á innviðatjóni af völdum hermds gjóskufalls og eru verstu sviðsmyndir fjarri því að ógna burðarþoli.

Hér má nálgast kynningu Bergrúnar