fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

Vaxtaverkir á Suðurnesjum – hádegiserindi

Sigurður Guðmundsson skipulagsfræðingur frá ATON JL mun segja frá íbúa- og atvinnuþróun á Suðurnesjum og áhrifum hennar á sveitarfélögin í hádegiserindi Heklunnar, atvinnuþróunarfélags Suðurnesja fimmtudaginn 16. nóvember kl. 12 – 13:00.

Mikill uppgangur og uppbygging hefur orðið á Suðurnesjum á undanförnum árum vegna íbúafjölgunar sem hefur haft margvísleg áhrif á sveitarfélögin á svæðinu og verkefni þeirra. Íbúum á Suðurnesjum hefur fjölgað helmingi meira en á landinu öllu síðastliðin 10 ár, hlutfall landsmanna sem búa á Suðurnesjum. hefur hækkað um 2% á sama tíma og hlutfall innflytjenda er 28% – en er 18% á landsvísu.

Sigurður hefur unnið samantekt fyrir Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum þar sem áhrif þessarar þróunar eru skoðuð á lýðfræði, atvinnulíf og tekjur á svæðinu og skoðaðar leiðir til þess að bregðast við þessari breyttu samsetningu sem kallar á aukna þjónustu. Þar er m.a. skoðuð íbúa- og atvinnuþróun í samhengi við tekju- og útgjaldaþróun sveitarfélaganna, þróun á þjónustuþáttum og íbúasamsetning.

Sigurður Guðmundsson er skipulagsfræðingur að mennt og starfaði á Framkvæmdastofnun ríkisins, Byggðastofnun, Þjóðhagsstofnun og svo í 18 ár í fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Síðustu 4 ár hefur hann unnið að ráðgjafarstörfum, nú hjá Aton.JL. Hann hefur unnið að fjölþættum málefnum m.a. samskiptum ríkis og sveitarfélaga, loftslagsmálum og skattamálum.

Skrá þarf þátttöku á erindið sem fram fer á netinu en allir eru velkomnir.

Skrá mig takk!