48. aðalfundur Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum.
- AÐALFUNDUR SAMBANDS SVEITARFÉLAGA Á SUÐURNESJUM
Haldinn laugardaginn 28. september 2024
í Fjölbrautarskóla Suðurnesja, Sunnubraut 36, 230 Reykjanesbær
Rétt til fundarsetu hafa kjörnir bæjarfulltrúar, framkvæmdastjórar aðildarsveitarfélaga og gestir.
Dagskrá:
Skráning fulltrúa og afhending gagna
Fundinn sóttu 30 sveitarstjórnarmenn, aðal- og varamenn.
Reykjanesbær: 10 fulltrúar
Grindavík: 5 fulltrúar
Suðurnesjabær: 8 fulltrúar
Sveitarfélagið Vogar: 7 fulltrúar
Frummælendur á fundinum voru:
Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra; Kristján Þ. Ragnarsson endurskoðandi Deloitte; Arnar Þór Sævarsson, framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga; Sverrir Auðunssson, formaður stjórnar SSS; Þórdís Sveinsdóttir sviðsstjóri þróunarsviðs SÍS; Björgvin Sigurðsson sérfræðingur hjá SÍS; Steinþór Þórðarson framkvæmdastjóri Kölku; Herdís Sigurgrímsdóttir, sérfræðingur VSÓ; Kristján Ásmundsson, Fjölbrautaskóli Suðurnesja; Arnar Haraldsson, ráðgjafi HLH ráðgjöf; Róbert Ragnarsson, ráðgjafi KPMG; Lilja Ósk Alexandersdóttir ráðgjafi KPMG; Sigrún Svafa Ólafsdóttir verkefnastjóri fræðslumála Reykjanes Geopark og Berglind Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri SSS;
Aðrir gestir:
Hilmar Bragi Bárðarson, Víkurfréttir; Magnús Stefánsson, bæjarstjóri Suðurnesjabæ; Ásmundur Friðriksson, Alþingi; Guðjón Bragason, Grindavík; Eyþór Rúnar Þórarinsson, Brunavarnir Suðurnesja; Ásmundur Þorkelsson, HES; Birgir Þórarinsson, Alþingi; Ásthildur Lóa Þórsdóttir, Alþingi; Oddný Harðardóttir, Alþingi; Ásdís Júlíusdóttir, SSS; Þuríður H. Aradóttir, SSS
- Fundarsetning
Sverrir Auðunsson, formaður SSS, setti fundinn og bauð gesti velkomna.
Sverrir kynnti tónlistaratriði frá Tónlistarskóla Reykjanesbæjar. Jón Grímsson, fyrrum nemi í Tónlistarskóla Grindavíkur og nú nemandi í Tónlistarskóla Reykjanesbæjar, spilaði á gítar og söng fyrir gesti fundarins lagið River eftir Leon Bridges. - Kosning fundarstjóra og fundarritara
Lögð fram tillaga um að Sverrir Auðunsson og Hallfríður G. Hólmgrímsdóttir verði fundarstjórar. Sara Birgisdóttir og Þuríður Aradóttir Braun eru tilnefndar sem fundarritarar. Sverrir Auðunsson tók við fundarstjórn og leiddi fundinn. - Ávarp frá Dómsmálaráðherra
– Guðrún Hafsteinsdóttir fyrsti þingmaður Suðurkjördæmis
Ráðherra kom inn á miklar áskoranir svæðisins undanfarin ár og þá seiglu sem svæðið býr yfir. Hún kom inn á að vöxtur Suðurnesja hafi verið gríðarlegur og að ítrekaði Suðurnesin hafa allt til alls og tækifæri til að vaxa og eflast næstu árin. Þrátt fyrir að náttúruhamfarir hafi dunið yfir svæðið þá standi það enn fyrir sínu. Mikil orka á svæðinu, matvælaframleiðsla og að hér sé hlúð að skapandi greinum.
Raunir síðustu ára hafi kennt okkur mikið en tryggja þarf öruggt samfélag og Almannavarnir hluti af því. Frá því í fyrra hafi starfað 2 fulltrúar almannavarna og hefur það reynst vel. Uppbygging á viðbragðskerfinu hefur jafnframt verið mikið og reynst vel.
Uppbygging og styrking innviða sé mikilvæg fyrir svæðið. Slökkvilið á Grindavík og á Suðurnesjum hafa unnið mikið verk á undanförnum misserum. Hún er ánægð að hægt var að fjármagna fyrsta flokks slökkvibúnað vegna gróðurelda. Öflugur búnaður sem er færan legur og aðgengilegur fyrir allt landið.
Suðurnesin hafa alltaf verið í þróun og eru enn. Samfélagið einkennast af samheldni og seiglu. Það hefur reynt á innviði en við höfum leyst úr þeim málum sem upp koma.
Hún rifjaði upp sögu af góðvild og samheldni íbúa þegar hún heimsótti fjöldahjálparstöðvar sem settar voru upp á Suðvesturlandi 11. nóvember. Það var haft að orði að það streymdu að íbúar og fólk með mat og viður gjörning fyrir aðila sem þarna störfuðu. Fatnað og nauðsynjar. Haft var að orði hversu mikil góðvild var við þessar aðstæður og hvernig samfélagið tók utan um hvert annað, viðbragðsaðila og sjálfboðaliða.
Með sameiginlegu átaki erum við tilbúin undir þau verkefni sem koma upp og lagði áherslu á að saman myndum við byggja upp fyrir komandi framtíð. - Ávarp frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga
– Arnar Þór Sævarsson framkvæmdastjóri
Arnar Þór Sævarsson, framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga flutti ávarp.
Landshlutasamtök sveitarfélaga eru mikilvægur þáttur í starfi sveitarfélaganna, bæði innan síns landshluta en ekki síður í því samstarfi sem hefur myndast og eflst milli landshluta. Landshlutasamtökin sinna oft í ósýnilegu hlutverki en brýndi fyrir fundarmönnum að þessi vettvangur væri mikilvægur til að nýta samstöðu svæðisins til að ýta málum úr vör og koma málefnum svæðisins á framfæri.
Arnar kynnti nýtt skipurit sambandsins með yfirskriftinni „gott samband“. Í upphafi hvers kjörtímabils kemur sveitarstjórnarstigið saman og kýs stjórn. Stjórnin setur áherslur fram sem unnið er eftir á tímabilinu.
Samninganefnd sveitarfélaga er mikilvægur hlekkur í starfi sambandsins og mikilvægt starf sem þau vinna að. Samninganefnd sækir umboð til stjórnar. Undir stjórn starfar framkvæmdastjóri og lögfræðingur og samskiptastjóri sem vinna þvert á svið sambandsins. Samskiptastóri var ráðinn inn, sem miðar að því að koma skilaboðum betur á framfæri með það að markmiði að lyfta upp sveitarstjórnarstiginu þvert á landið.
Innan sambandsins eru þrjú svið sem einnig starfa mikið saman; - Stjórnsýslusvið: hagsmunagæsla gagnvart ráðuneytunum og ríkinu.
- Þjónustusvið: þjónusta og hagsmunagæsla fyrir sveitarfélögin. Kjaramál og fleira.
- Þróunarsvið: öll gagnaöflun sambandsins fer um þetta svið og þar er unnið úr þeim upplýsingum sem nýtast m.a. við að aðstoða sveitarfélögin í þeirra áætlanagerð og eins í hagsmunagæslu fyrir sveitarfélögin. Gögn og tölulegar staðreyndir eru mikilvæg tól til að vinna með í öllum þeim verkefnum sem unnið er að.
Innan sviðanna starfa samtals 5 teymi. Þau vinna undir sínu sviði en einnig þvert á svið til að tryggja að þekkingin verði eftir í vinnunni sem unnin hefur verið. Með þessu móti tryggja þau meiri skilvirkni og samvinnu.
Með nýju skipuriti er meðal annars verið að vinna að skýrara umboði og auknum sýnileika, betri og skilvirkari þjónustu við sveitarfélögin, öflugri og skilvirkari hagsmunabaráttu, verkefnamiðaðra umhverfi þar sem teymi vinna betur saman, betri forgangsröðun verkefna þar sem þarfir sveitarfélaga er í forgangi og betri nýtingu á mannauði.
Arnar fór yfir yfirlit mála og sagði áherslumál fyrir haustið 2024 snúa að mestu um að efla kjörna fulltrúa, starfsfólk sveitarfélaga og efla tekjustofna sveitarfélaga. - Skýrsla stjórnar
Formaður stjórnar, Sverrir Auðunsson, flutti skýrslu stjórnar:
Kæra sveitarstjórnarfólk, bæjarstjórar og aðrir gestir
Fyrir hönd stjórnar býð ég ykkur velkomin til aðalfundar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum.
Stjórn og framkvæmdarstjóri hafa unnið í samræmi við samþykktir sambandsins og haldið áfram að vinna á árinu 2024 við vilja sveitarstjórnarmanna á svæðinu. Hluti af þeirri vinnu var að taka við boltanum frá sl. aðalfundi S.S.S þar sem kom m.a. fram að 1 kona væri í stjórn af 29 stjórnarsetum. Í árslok 2023 sátu 4 karlmenn í stjórn S.S.S en í ársbyrjun 2025 munu það vera þrjár konur og einn karlmaður sem mynda stjórn S.S.S.
Nýtt starfsár hjá stjórninni hófst miðvikudaginn 8.nóvember 2023 með því að skipta á milli sín hlutverkunum og fylgja eftir þeim ályktunum sem samþykktar voru á síðasta aðalfundi.
Tveimur dögum síðar á þeim örlagaríka degi 10.nóvember minntu náttúruöflin á sig og saga Íslands breytist að eilífu. Söguna þekkjum við vel og hefur það verið aðdáunarvert að sjá og finna fyrir þeim stuðningi sem Grindavíkurbær og íbúar bæjarins hafa fengið frá landsmönnum og sérstaklega frá sínum nágranna sveitarfélögum.
S.S.S var lengi með stöðugildi í Tollhúsinu til að aðstoða fyrirtæki úr Grindavík og jafnframt söfnuðu starfsmenn saman upplýsingum um laust atvinnuhúsnæði á Suðurnesjum. Starfsmenn S.S.S, Heklunnar, atvinnuþróunarfélags, Markaðsstofu Reykjaness og Reykjanes jarðvangs hafa sinnt fjölmörgum öðrum verkefnum sem snúa að því að styðja við málefni Grindavíkur.
Visitreykjanes.is hélt áfram að vera mikilvægur hlekkur í upplýsingamiðlun til ferðamanna við náttúruhamfarir. Skv. greiningum er ljóst að 90% þeirra sem leita að upplýsingum um jarðhræringar fara inn á heimasíðu Visit Reykjanes og hafa daglegar heimsóknir farið í allt að 20.000 og árlega yfir 1 milljón.
Stjórn S.S.S fékk til sín fjölmarga gesti á árinu m.a. kom:
• Nanna Kristjana Traustadóttir, framkvæmdastjóri Keilis í byrjun árs til að fara yfir sögu Keilis og fjárhagsáætlun hans til næsta árs.
• Svo var gert samkomulag á milli Keilis og FS eins og þekkist. Stjórn S.S.S fannst leitt að námsbrautir hafa ekki gengið í Keili en á sama skapi fagnaði hún að Fjölbrautaskóli Suðurnesja hafi getuna til að taka við kennslunni á nokkrum brautum. Aftur á móti, harmar stjórnin skort á upplýsingagjöf til sveitarstjórnarfólks áður en ákvörðunin með samkomulaginu var tekin.
• Matthías Þorvaldsson frá Gallup kynnti niðurstöður könnunar um ímynd Suðurnesja en það er ljóst að áhrif jarðskjálfta og eldgosa hefur haft veruleg áhrif á ímynd Suðurnesja og áhuga annarra landsmanna á búsetu á Suðurnesjum. Samstarfshópur vegna ímyndarvinnu var endurvakin þar sem öll sveitarfélög á Suðurnesjum, Kadeco og Markaðsstofu Reykjaness eiga fulltrúa en verkefnið er unnið í samstarfi við Íslandsstofu.
• Ásmundur Þorkelsson, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja fór yfir fyrirhugaðar breytingar á sviðinu og þau verkefni sem gætu orðið eftir í sveitarfélögunum nái breytingarnar fram að ganga.
• Fulltrúar Stýrineti Stjórnarráðsins komu með það markmið að fara yfir Sóknaráætlun landshlutans. Að loknum fundi var farið í skipulagðir heimsóknir í Þekkingarsetrið og í Byggðasafnið í Garðinum. Þar fengu fulltrúar Stjórnarráðsins kynningar á verkefnum sem m.a. hafa hlotið styrk úr Uppbyggingarsjóð Suðurnesja.
Árið 2024 úthlutaði Uppbyggingarsjóður Suðurnesja yfir 51m kr. í styrkjum til 38 verkefna. Verkefnið Vegskáli fékk stærsta styrkinn eða 5m kr. en markmið verkefnisins er að þróa einingar sem hægt er að reisa með stuttum fyrirvara yfir mikilvæga innviði til verndar gegn hraunflæði. Því miður þurfti að fresta úthlutanahátíðinni í þrígang, fyrst vegna óvissuástands í Grindavík, síðan vegna veðurs og síðast vegna hitaleysis á Reykjanesskaganum og vonumst við að úthlutunahátíðin mun líta dagsins ljós aftur fyrir árið 2025.
Nokkur önnur mál sem komu til stjórnarinnar sem bera að nefna voru þau að:
• Brimketill hlaut Umhverfisverðlaun Ferðmálastofu fyrir árið 2023 en verðlaunin hafa verið veitt síðan árið 1995.
• Það var gerður samningur við Eignarhaldsfélag Suðurnesja þar sem S.S.S tók að sér framkvæmdastjórn Eignarhaldsfélagsins og þær skyldur sem fylgja þeim rekstri.
• Í desember barst stjórninni erindi frá Mennta– og barnamálaráðuneytinu varðandi viðbyggingu við Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Eins og við vitum er fullur áhugi sveitarfélagana á verkefninu og brýn þörf að stækka verkmenntaðstöðu skólans. Í ár samþykkti stjórn S.S.S loksins erindið en réttilega hefur ráðuneytinu verið bent á mikilvægi þess að vinna greiningarvinnuna betur en fram kom í minnisblaðinu og sérstaklega áður en sveitarfélögin ganga undir skuldbindinguna.
• Nýr samningur um sóknaráætlun fyrir árin 2025-2029 var nýlega kynntur fyrir stjórninni. Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið hefur einnig tilkynnt um gerð viðauka samnings við sóknaráætlun en framlag ráðuneytisins er 12 mkr. á ári.
• S.S.S. fékk styrk að upphæð 10 mkr. úr Byggðaáætlun vegna FabLab á Suðurnesjum en styrkurinn var notaður til tækjakaup.
• Starfsmenn S.S.S. unnu að því hörðum höndum með Reykjanes Jarðvangi að fá endur vottun eða græna kortið. Það tókst, tókst svo vel að í næstu viku verður haldin ráðstefna evrópskra jarðvanga hérna á Reykjanesskaganum en von er á 400-450 ráðstefnugestum.
Atvinnumálin, úthlutunin úr jöfnunarsjóði, heilbrigðismál, sorpmál , orkumál, vaxtaverkir sveitarfélagana í ljós atburða sl. ára og mörg önnur sameignleg mál hafa verið rædd reglulega í stjórn S.S.S Það er ljóst að það liggur mikil samhugur og samkennd innan stjórnar S.S.S að efla enn frekar málefni sem snerta öll sveitarfélögin á Suðurnesjunum.
Nýr aðalmaður mun taka sæti mitt í stjórn á komandi starfsári og vil ég því þakka fyrir að hafa fengið að kynnast og vinna með frábæru fólki sl. tvö ár.
Ég vil fyrir hönd stjórnar þakka framkvæmdarstjóra og starfsmönnum sambandsins fyrir frábært og vel gefandi starf á árinu sérstaklega hvað varðar aðstoðina við Grindavík. Mig langar að þakka stjórninni fyrir samstarfið á árinu og óska þeim góðs gengi á komandi starfssári.
Að lokum, það er gott að tilheyra eins öflugu samfélagi og þekkist á Reykjanesinu. Það liggja ótrúlega mörg tækifæri á svæðinu. Ógnirnar eru þar til einnig en styrkleikinn í samheldninni sem býr í íbúum innan allra sveitarfélaga á Suðurnesjunum er tilefni til að vera bjartsýn. Horfum björtum augum fram á veginn, höldum áfram að bæta samfélagið okkar—við erum ,,Suðurnesin“.
Sverrir Auðunsson
Formaður stjórnar - Ársreikningur S.S.S. fyrir árið 2023
Kristján Ragnarsson, endurskoðandi og meðeigandi hjá Deloitte kynnti ársreikninginn. - Umræður um skýrslu stjórnar og ársreikning
Fundarstjóri gaf orðið laust um skýrslu stjórnar og ársreikninga. Engar spurningar eða umræður um ársreikning eða skýrslu stjórnar.
Fundarstjóri bar upp reikninga sambandsins til samþykktar og voru þeir samþykktir samhljóða. - Tillögur og ályktanir lagðar fram
Tillögur og ályktanir lagðar fram en afgreiddar síðar á fundinum. - Stafrænn vegferð
– Þórdís Sveinsdóttir sviðsstjóri þróunarsviðs og Björgvin Sigurðsson sérfræðingur í stafrænni þróun hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
Þórdís kynnti verkefni þróunarsviðs SÍS um stafræna vegferð sveitarfélaganna og eins innan SÍS. Á þróunarsviðinu er mörg stór og umfangsmikil verkefni.
Fjárhagsupplýsingar til að efla hagsmunabaráttu sambandsins. Með gögnum er sambandið betur í stakk búið til að vinna í málefnum sveitarfélaganna. Gögnin og upplýsingarnar þurfa að koma frá sveitarfélögunum. Gagnasöfn hafa verið sett upp í mælaborð sem lítið hefur verið notuð, en með nýrri vefsíðu er von þeirra að þessi gögn verði aðgengileg og betri til að nýta áfram.
Þau leita eftir ábendingum frá sveitarfélögunum til að gera efnið enn betra.
Þjónustugátt er á vefsvæðinu sem hægt er að senda inn tillögur og ábendingar sem nýttar eru til að þróa efnið áfram. Gott samband er lykill að frekari þróun, hvort sem það er milli SÍS, sveitarfélaganna eða ríkisstofnana.
Markmið voru sett upp á landsþingi 2022 sem unnið hefur verið eftir sem sambandið hefur verið að vinna eftir:
Sambandið er komið vel á veg í stafrænum málum. Búið er að byggja upp skipulag í kringum verkefnið til að tryggja þróun og uppbyggingu á málefninu. Sett hefur verið upp Stafrænt ráð sveitarfélaga sem hittist einu sinni á mánuði. Faghópur um stafræna umbreytingu hefur verið virkjaður og samtarf við sveitarfélögin hefur verið eflt.
Til að geta nýtt sameiginlegar lausnir þarf að tryggja öflugt samstarf. Það á ekki að skipta notandann máli hvar hann býr eða hvaðan hann nálgast sitt efni. Viðkomandi á að geta sótt sína þjónustu inn á island.is. Stafræn þjónusta eykur afköst ríkisins og íbúar vilja betri þjónustu á styttri tíma.
Stafrænvæðing er forsenda aukinnar framleiðni, hagræðingar og bættrar þjónustu. Þórdís nefnir sem dæmi að rafrænar þinglýsingar (81% lokið) spara samfélaginu 1,6 ma. árlega, stafrænvæðing sýslumanna hafa sparað fólki yfir 85 þúsund bílferðir á ári. Og vinnslutími flókinna mála er allt að fjórfalt hraðari en fyrir 4 árum.
Þórdís ítrekaði að samstarf við sveitarfélög er mikilvægur þáttur í ferlinu. Fór yfir mismunandi þætti sem unnið hefur verið að tengt þessum málum. Samstarfið hefur gengið mjög vel en vilji er til að ganga lengra. Stækka hugtakið og stefna á stafræna verkefnastofa hins opinbera. Þetta getur skipt máli í þjónustu við íbúa landsins. Þessi vegferð kallar á stuðning sveitarfélaga og þau finna fyrir meðbyr í þessum málum.
Björgvin tók við og fór yfir áherslur stafræna teymisins fyrir árin 2024-2027. Teymið hefur starfað frá árinu 2019. Fyrst með vitundarvakningu og framsetningu markmiðanna frá 2022. Hlutir sem brýnt sem var að vinna að. Hinn stafræni heimur þróast hratt og mikilvægt að fylgja því.
Það er ákall frá ríki, sveitarfélögum og íbúum um betri og bættari þjónustu. Áhersla er á að fólkið afgreiði sig sjálft. Þetta snýst um að búa til betri og skilvirkari ferla, einfalda hluti og lækka kostnað.
Ríkið er að vinna í stórum samþættingarverkefnum og mörg verkefni eru komin inn í gegnum ný lög og nýjar reglur. Þessi verkefni eiga eftir að bæta ferlið og breyta mjög miklu í allri vinnu hjá sveitarfélögum og bæta upplifun íbúa.
Nokkur stór samþættingarverkefni eru í vinnslu hjá ríkinu:
• FRIGG – Miðlægur nemendagrunnur fyrir grunnskóla
• Mannvirkjaskrá og samræmt kerfi byggingarleyfa (HMS)
• Barnaverndargátt
• Farsæld barna
• Þjónustugátt Tryggingastofnunar
• Gott að eldast
Þessi verkefni eru erfið og flókin. Mikilvægt er að fara að ákveða hvernig er brugðist við þessu og vinna að því saman. Það breytir engu hversu margir nota kerfið, það eyðist ekki af því hvort að það eru 4 eða milljón. Við þurfum að vinna í lausnum sem vaxa og þróast með okkur. Verið er að vinna í að horfa á verkefnin heildstætt og í stærri lausnum.
Þetta kann að hljóma dýrt. En það er búið að vinna mikið verk hjá mismunandi stofnunum og setja mikið fjármagn víða í mismunandi verkefni og þjónustugjöld. Með samþættingu og samstarfi er hægt að lækka kostnað og nýta fjármagn betur. Það þarf líka að hafa í huga að þessi fjárfesting skilar sér til baka.
Umræður og spurningar:
Spurt er um fjármögnun þessara verkefna: Það er gott samtal við ráðuneytin sem eru tilbúin í þessa vegferð með sambandinu. Það er vilji til samstarfs en það þarf að taka ákvarðanir.
Breyting gerð á dagskrá. Ný röðun dagkrárliða kynnt fundarmönnum.
- Fjölbrautaskóli Suðurnesja
– Kristján Ásmundsson, Skólameistari FS.
Kristján bauð gesti velkomna í Fjölbrautaskólann þar sem fundurinn fór fram. Skólinn var stofnarðu 1976 og fagnar því 52 árum. Kristján fór yfir sögu skólans og þróun hans, en í gegnum tíðina hefur þurft að stækka skólann reglulega vegna aukningar á nemendafjölda og kennara sem sækir skólann.
1990 var ráðist í eina stærstu stækkun skólans. Þegar það húsnæði var tekið í gagnið, 1992, náði að sameina allar deildir skólans undir eitt þak. Árið 2020 fór fram síðasta stækkun skólans eða tengibyggingin eftir 6 ára undirbúning. Tengibyggingin var opnuð 2021.
Í upphafi voru nemendur 250 en hafa fjölgað jafnt og þétt. Í dag eru rúmlega 1000 nemendur í dagskóla. Í síðdegisskóa 141 nemendur. Í grunnskóla sem taka einstaka kúrsa 124. Heildarfjöldi er um 1300 nú á haustönn.
Áður en skólinn var stofnaður fór aðeins um 12% nemenda í framhaldsskóla en nú er hlutfallið mun hærra fyrir þau sem halda í framhaldsnám.
Nemendafjöldi hefur tvöfaldast frá því að tengibygging var tekin í gagnið 2021. Byggingin er fullnýtt og rými hafa verið breytt vegna breyttra þarfa. Þörf hefur verið á því að taka bóknámsstofur og breyta í verknámsstofur. Geymslurými hafa verið teknar og breytt í kennslustofur, auk leigu á gámum sem standa fyrir utan skólann. Í haust var sumarhús nemenda, sem venjubundið hefur verið selt, verið nýtt til kennslu.
Skólinn hefur áður verið með 1200 manns í húsinu en breytingin liggur í þeim fögum sem eru í boði og nemendur eru skráðir í. Verknámsdeildir hafa eflst og mikið er af erlendum nemendum og sérbraut stofnuð til að geta þjónustað þessa nemendur. Um 65 nemendur eru í sérbraut erlendra nema um 90 nemendur af erlendum uppruna og 25 sem ekki eru komin með kennitölu.
Síðast liðið haust tók skólinn yfir 2 námsbrautir frá Keili og eins eina námsbraut á að koma inn um áramót. En hvort af að því verður miðast við að skólinn fái stækkun á húsnæði. Það eru ávallt til lausnir við þessum áskorunum en þörfin á skilningi ráðuneytisins er lykillinn að því að þetta gangi upp.
Iðnmeistarar og verknámsnámskeið hafa verið sett upp til að svara eftirspurn atvinnulífs og íbúa sem hafa vilja til að stunda nám með vinnu, en í dag er mikið ákall er eftir faglærðu iðnaðarfólki. Skólinn hefur svarað því kalli. Meðal þess sem hefur verið gert er sérstök námsbraut fyrir pípara var sett upp fyrir 2 árum í síðdegiskennslu. Þannig var hægt að komast til móts við þá sem vildu ná sér í fagréttindi með vinnu.
Kristján fór yfir fjölda brauta í skólanum og þróun þeirra. Stuðningur sveitarfélaganna hefur skipt miklu máli í þessum verkefnum sem skólinn hefur þurft að vinna með.
Tilkynnt hefur verið um stækkun skólans og Kristján kynnti það verkefni fyrir fundargestum. Ekki varð úr þessari stækkun og ný þarfagreining gerð á aðstöðunni. Meðal þess sem kom í ljós var að þörf var á um 2000-2200 m2 stækkun fyrir iðnnámið. Enn í dag er þörf á stærra húsnæði.
Árið 2023 settu yfirvöld þá stefnu að bæta aðstöðu í verk- og starfsnáms, þar á meðal hér á svæðinu. FS var einn af 4 skólum sem átti að taka fyrir. Send var inn þarfagreiningin frá 2020. Ráðuneytið setti upp áætlun uppá 1300m2 sem ekki hugnaðist FS miðað við þá þarfagreiningu. Ný þarfagreining var unnin og þá kom upp að húsnæðisþörfin er 2600m2 sem er tvöföldun á upphaflegri tillögu ráðuneytisins. Mikil hugmyndavinna fór af stað með kennurum og starfsfólki skólans þar til 10. Hugmynd var sett fram með svæði til tréiðnaðar, 2 stk. af færan legum kennslustofum og viðbygging á tveimur hæðum til norður og vesturs. Ekki er gert ráð fyrir bættu húsnæði fyrir bóknámið í nýjustu tillögunum sem er mikilvægt að vinna úr. Þetta eru eingöngu hugmyndir og ekki hafin vinna við hönnun eða næstu skref.
Breytingatillögur eru á deiluskipulagi Reykjanesbæjar sem taka mið af fyrstu hugmyndum sen inn á það vantar stækkun við íþróttahúsið. Mikilvægt að hafa í huga að breytingatillögur séu til lengri tíma. Gera þarf t.d. ráð fyrri þeim möguleika að byggja ofan á nýjar byggingar sem koma fram í hugmyndum starfshóps.
Kristján sýndi fundarmönnum skýringamynd frá hönnuði um hvernig viðbygging gæti litið út að utan.
Samið var um viðbyggingu og skrifað undir viljayfirlýsingu um viðbyggingu fyrir verk – og starfsnám 6. apríl 2024. Síðan þá hefur ekkert gerst. Kristján ítrekaði mikilvægi þess að ýta á að þetta ferli þarf að fara af stað og kallaði eftir stuðningi sveitarfélaganna við það. Málefnið þoli ekki bið.
Það væri hagkvæmara að byggja stærra rými en síðustu hugmyndir geri ráð fyrir meðan verkfæri eru á staðnum en að bíða enn frekar eftir framkvæmdaþörf sem eru nú þegar liggja fyrir.
Í lokin fór Kristján stuttlega yfir skiptingu fjármagns milli skóla yfir landið og framlög á hvern nemenda. Ígildið er lægst til FS ef skoðaðir eru sambærilegir skólar með tilliti til bók- og verknáms. Framlagið byggir t.d. á því er að FS er með minna húsnæði.
FS er góður skóli og vinnustaður sem hefur þjónað svæðinu vel. Hann hefur fengið fjölda viðurkenningar fyrir sín störf og heldur áfram að starfa sem slíkur. - Sorporkustöð á Íslandi, staða mála.
– Steinþór Þórðarson framkvæmdastjóri Kölku.
Steinþór fór yfir stöðuna yfir sorpeyðingarstöð á Íslandi og málefni hringrásargarðs á Suðurnesjum.
Byrjað var að vinna í þessu málefni fyrir Covid eða um 2020. Kalka var ein af þeim stöðvum sem hóf þessa vegferð. 2021 er stærsta árið í málefninu og skýrslur um málefni urðunnar og sorpmála unnar annars vegar fyrir Kölku með stuðningi SSS og í framheldi hefst samtal við Sorpu. Í árslok birtist skýrslan Skör ofar. 2022 breytist úrgangslöggjöfin og önnur skýrsla Skör ofar gefin út.
Árið 2021 var Ísland í fyrsta sinn að birtast inn á greiningu og skýrslu Cewep þar sem hægt er að bera saman úrgang frá sveitarfélögum. Steinþór fór yfir stöðu Íslands miðað við önnur lönd og tók dæmi um lönd sem hafa náð miklum árangri í að útrýma urðunnar með landfyllingum. Ein af þeim lausnum sem Evrópulönd hafa verið að vinna með er að breyta úrgangi í orku og það hefur verið enn mikilvægari þáttur eftir stríðsátök Úkraínu við Rússa og gasleysi í Evrópu. Þá hefur jafnframt hækkun á orkuverði verið raunin í Evrópu og að sama skapi minni kostnaður til sorpbrennslu.
Rætt hefur verið um að orkuskortur verði raunveruleiki á Íslandi.
Staða verkefnisins núna er að Sorpa, Kalka og Umhverfis-, orku og loftlagsráðuneytið hafa samræmst um að stofna félag um frekari vinnu við verkefnið og stefnt að stofnfundi 1. nóvember. Ráðuneytið leggur fram grunnframlag og undirbúning á faglegan grunn. Verkefnið hefur verið leitt áfram af áhugafólki sem ekki hefur haft kost á að vinna að verkefninu að fullu. Ekki er vilji fyrir fleiri skýrslum og mikilvægt að koma verkefninu yfir á næsta stig og til framkvæmda.
Áskoranir Suðurnesja í tengslum við eldgosin hafa ýtt undir áhuga svæðisins á að vinna áfram í þessu verkefni og þrýstingur er til staðar um að raungera. Samstarfsvettvangur á Suðvesturlandi er vel inn í málefninu en mikilvægt er að kynna það víðar.
Forgangsverkefnin eru:
• Kynna málið fyrir sveitarfélögum og öðrum hagsmunaaðilum landið um kring
• Vinna hugmyndir um aðkomu ríkisins með ívilnunum, tryggingum á lánum, beinum framlögum og hugsanlega lagabreytingum
• Endurskoða (staðfesta) allt mat á efnismagni og þörf fyrir brennslugetu
• Leita eftir samstarfi við orkufyrirtæki
• Ljúka staðarvali, sækja um lóð
• Undirbúa umhverfismat
• Leita eftir samstarfi við fjárfesta
• Skilgreina tæknilegar forsendur og opna samtal við verkfræðistofur/framleiðendur
• Hefja hönnunarferli
Rætt hefur verið um þetta og velt upp hvort að Kalka vilji vera samstarfsaðili eða aðilinn sem lætur verkefnið raungerast. Niðurstaðan er að hagsmunir íbúa svæðisins er að vera virkir aðilar í þessari þróun og vera með mótandi um lausnir. Með nýrri stöð munum við 10 falda afköst í heitu vatni.
Ný stöð í nágrenni Kölku myndi:
• Koma varma frá Kölku á markað
• Skapa lausnir í meðhöndlun á botnösku, endurheimt málma
• Auðvelda geymslu á flugösku
• Skapa samlegðartækifæri í innkaupum, mönnun, þjálfun, umhverfis- og öryggismálum o.fl.
• Tryggja hagkvæmni í flutningum á efni frá Kölku til höfuðborgarsvæðisins
Í lokin nefndi Steinþór að Kalka hafi gengið vel í þau 20 ár sem stöðin hefur verið starfrækt sem og tækifæri til að þróa og aðlaga starfsemina mikilvægur þáttur í framtíðaruppbyggingu í sorpmálum. Sem þátttakendur í verkefninu, tryggjum við starfsemi Kölku. Mikilvægt er að skilja hvaða tækifæri liggja í þeirri þróun sem er að eiga sér stað og gæti átt sér stað til framtíðar.
Umræður og spurningar:
Anton: hefur stjórn Kölku sett upp áætlun um hvenær þetta gæti raungerst.
S: Stjórn Kölku hefur ekki sett upp umfram það sem hefur komið út úr þessum samstarfsvettvangi. Við viljum byggja upp fyrir okkur og á svæðinu, frekar en að niðurgreiða orkuvinnslu í Evrópu.
Ásmundur Friðriksson: er það rétt að minni áhugi er hjá sveitarfélögum sem eru lengra í burtu.
S: ef sveitarfélögin utan suðvestur hornsins eru tekin inn í umræðuna. Þetta hefur ekki verið tekið upp og til umræðu.
Ásmundur: Væri ráð að strandsiglingar stæðu undir sorpflutningum til að minnka álag á vegakerfið o.fl..
S. Hefur verið mikið í umræðunni en þetta hefur ekki verið grand skoðað. Gunnar Bragason seti saman kafla um flutningsjöfnun en þetta var utan umfangs skýrslunnar. Til að geta svarað þessu þarf að taka inn viðhaldsþörf á vegakerfinu og umferðaröryggi. Stefán Gunnsteinsson hefur talað um þróun nýorkuskipa/rafknúin, metan o.fl.. sem lausn. Staðarvalskostir í skýrslunni voru alltaf höfn vegna þessa. En að örðu leiti ekki gerð nánari fýsileika könnun.
Alexander Reykjanesbæ: Magn úrgangs er það nægilegt til að halda starfseminni gangandi. Er búið að skoða það og tryggja það að sorpið komi í þessa stöð.
S. Þessar tölur hafa verið fundnar með því að fram reikna þær upplýsingar sem við höfum i dag. En það er nánast öll endurvinnsla. Þörf að fara aftur í þá vinnu og skoða betur. Einhverjir straumar sem eru ekki í þessu mati. Allir eru að passa sig við að yfir skjóta ekki í útreikningum. Varðandi stærð stöðvar 100þ tonna stöð og stærri er komin inn á það róf að hagkvæmnin er boðlega. Hópur af svæðinu er að fara til Finnlands til að skoða stöðvar þar í nóvember. Þeir telja að þessi stærð sé vel rekstar hæf. Önnur finnska stöðin sem verður heimsótt er að þessari stærð. Tölurnar sem þau hafa verið að sýna, sýna fýsilega að orkan sem þau eru að fá út úr þessu er mikið hagsmunamál. Mögulega þarf að breyta löggjöf til að tryggja að ekki verið flutt út efni sem hægt verður að setja í brennslu en þessu væri einnig hægt að stýra með samkeppnisforskoti og hagstæðara verði til förgunar.
Ásmundur: Hvetur til þess að halda áfram þessari vinnu og fara þessa leið. Úrgangsmálin eru þarfamál.
- Sóknaráætlun Suðurnesja – upphaf nýrra áætlunar.
– Herdís Sigurgrímsdóttir, sérfræðingur VSÓ.
Herdís kynnti stöðu Sóknaráætlunar og fór yfir markmið hennar, stöðumat og samráðið. Hennar hlutverk er að aðstoða okkur við að setja áætlunina saman og safna saman efni frá íbúum og sveitarfélögum svæðisins.
Sóknaráætlun er Stefnumótun og samtal um hvernig við viljum þróa landshlutann okkar. Í gegnum Sóknaráætlun kemur fjármagn frá ríkinu til svæðisins og heimamenn forgangsraða í verkefni.
Hvernig er staðan á svæðinu í dag, hvert viljum við komast og hvernig látum við það gerast?
Verkefnið byggist á samráði allra hagsmunaaðila í landshlutanum:
• sveitarfélaga,
• ríkisstofnana,
• atvinnulífs,
• menningarlífs,
• fræðasamfélags
• og annarra hagsmunaaðila
Herdís kynnti ferlið, kynningarmál og tímaáætlun fyrir verkefnið. Áætlað er að samráð við hagsmunaaðila fari fram í lok árs 2024 og ný Sóknaráætlun verði samþykkt á vorfundi í febrúar/mars 2025.
Herdís fór yfir stöðu Suðurnesja í upphafi vinnunnar, m.a. fjölda íbúa og hlutfall erlendra íbúa, aldurgreiningu og hreyfingu, atvinnulífsgreining og atvinnuleysi.
• Á síðustu 26 árum hefur hraði fólksfjölgunar verið mestur á Suðurnesjum (97%) miðað við önnur svæði og allt landið (41%)
• Hlutfall íbúa með erlent ríkisfang er 26% miðað við 18% á landinu öllu
• Meðalaldur er lægstur á Suðurnesjum (36,1 ár) miðað við 38,3 ár á landinu öllu
• 17,1 % fullorðinna hreyfa sig ekki rösklega miðað við 12,3 %á landinu öllu
• Atvinnuleysi í febrúar 2021 var 25,4% miðað við 12,5% á landinu öllu
Suðurnesin eru viðkvæmari fyrir sveiflum í ferðaþjónustu eins og sýndi sig í Covid. En á sama tíma er atvinnulífið er mjög fjölbreytt.
Herdís beindi orðum sínum í lokin til gesta fundarins um stöðuna á Suðurnesjum í dag og hver draumastaðan gæti verið?
Umræða og hugmyndir:
Guðrún Dómsmálráðherra: Verið að kalla eftir að svæðið njóti sannmælis að framlag komi inn á svæðið, álag með flóknu samfélagformi.
Aðallega 2 ráðuneyti hafa verið að veita fjármunum inn á svæðið. Lítið frá félagsmálum og skólamálum. Fjármunum ekki skipt milli landshluta eins og ætti kannski að vera.
Samræmi og yfirsýn yfir styrki og sjóði innan svæðisins. Hluti styrkjanna til annarra verkefna en áhersluverkefna.
Hlé gert á dagskrá vegna hádegisverðar
- Erasmus – verkefnakynning
– Sigrún Svafa Ólafsdóttir verkefnastjóri
Sigrún Svafa kynnti tvö verkefni á sviði fræðslumála sem unnin hafa verið á vettvangi Reykjanes jarðvangs og í gengum samstarf við Geocamp Iceland og SSS.
Kennaraferðir. Sótt var um styrk til Erasmus+ fyrir námsferðum kennara til að kynna sér STEM og útikennslu, meðal annars í jarðvöngum. Tvær ferðir voru farnar með samtals 19 kennara af svæðinu. Einn kennari af fór í ferðina frá hverjum grunnskóla. Ferðirnar þóttu heppnast mjög vel, bæði til að veita innblástur inn í kennslu skólanna og ekki síst til að efla tengslanet meðal kennara í náttúrufræðikennslu. Í annarri ferðinni náði hópurinn að taka þátt í Big Bang ráðstefnunni í Óðinsvéum, heimsóttu jarðvanga í Danmörku og kynntust útikennslu, heimsóttu Sience Talenter ofl.
Verið er að vinna í umsókn um aðra ferðatillhögnum með áherslu á UNESCO skóla.
UNESCO skólar á Reykjanesi. Suðurnesjavettvangur og Reykjanes UNESCO Geopark hafa sett af stað verkefni í samvinnu við UNESCO skóla á Íslandi að styðja við leik-, grunn, og framhaldsskóla á Reykjanesi að gerast UNESCO skólar. Verkefnið fékk styrk úr Sóknaráætlun Suðurnesja sem nýtist í að ráða verkefnastjóra til að vera tengiliður við alla skóla sem vilja sækja um, styðja þá í umsóknarferlinu og leiða samstarf og samvinnu þátttakenda. Vonir standa til að allir skólar á Reykjanesi verði UNESCO skólar á næstu tveimur árum.
Sigrún kynnti hvað felst í því að vera UNESCO skóli og ávinningi þess að taka þátt í þeirri vegferð. En þátttaka felst í því að:
• Vinna eftir þemum UNESCO-skóla
o Alþjóðasamvinna
o Starfsemi sameinuðu þjóðanna
o Heimsmarkmiðin um sjálfbæra þróun
o Friður og mannréttindi
• Halda upp á tvo alþjóðadaga Sameinuðu þjóðanna
• Halda viðburð / þemadaga tengt Sameinuðu þjóðunum
• Heimsins stærsta kennslustund (Worlds‘s Largest Lesson)
• Skila skýrslu um hvað var gert á skólaárinu
Margir skólar eru nú þegar að vinna með þessi verkefni og því ekki viðbót við þá vinnu innan skólana þar fer fram í dag.
Ávinningur skólanna er m.a.:
• Samstarf skóla á Reykjanesi // tenging við jarðvanginn
• Gæðastimpill fyrir skóla
• Fjölbreytt námsefni
o Skólavefur UN
o UNESCO-Skólar (Facebook síða)
• Samskipti við aðra UNESCO-skóla
• Alþjóðasamvinna
• Tækifæri til að heimsækja erlenda skóla
• Ráðstefnur – NORDIC CAMP
Jarðvangurinn sá tækifæri í að mynda sterkari tengsl við skólana með þessu verkefni og efla samstarf skólanna og efla stuðning inn til skólanna í vinnu við umsóknina, innleiðingu og við skýrslugerð. Þá kemur þetta verkefni til með að styrkja ímynd skóla á svæðinu.
Það eru 12.000 UNESCO skólar í heiminum í dag í 180 löndum. Á íslandi eru 21 skólar UNESCO-skólar, og með þátttöku skóla að Suðurnesjum getur þessi fjöldi tvöfaldast á næstu 2 árum. 18 skólar af 30 hafa nú þegar skrifað undir viljayfirlýsingu.
Fundarstjóri gaf færi á spurningum en fundargestir höfðu engar frekari spurningar. - Börn með fjölþættan vanda
– Arnar Haraldsson, ráðgjafi HLH ráðgjöf ds
Arnar fór yfir niðurstöður starfshópa í tengslum við nefndarvinnu á vegum ráðuneytisins. Þróun á málefninu hefur átt sér stað frá 2011 með vísun í að Barnaverndarstofa fengi heimild til að veita sértæk úrræði. Nú 10 árum síðar erum við komin í hring og verið að ræða úrræði. Fjárhagsrammi hefur ekki verið að stækka í samræmi við kröfurnar sem gerðar til stofnunarinnar og þjónustunnar sem er veitt.
Árið 2013 var ákall frá sveitarfélögunum. Í kjölfarið var sett upp nefnd sem gaf út skýrslu um samhæfð þjónustu við börn með alvarlega þroska- og geðraskanir. Niðurstaða þeirra var að úrræði barnaverndar væru ekki nægilega góð og að þjónusta við þennan afmarkaða hóp eigi í meginatriðum heima innan þjónustukerfis fatlaðs fólks þar sem til staðar er þekking og reynsla af mismunandi fötlunum og aðgengi að mikilvægri nær þjónustu sveitarfélaga. Svar við þessari skýrslu var lagabreyting og fjármögnunin uppá 500m. Þróunin síðan þá á kostnaði og fjármögnun hefur ekki haldist í hendur.
Stýrihópur um fyrirkomulag þjónustu við börn með fjöl þættan vanda var sett á fót og skýrsla afhend ráðherra í ágúst 2023. Verkefni hópsins var að kortleggja og greina þjónustuþörf barna með fjöl þættan vanda og endurskoða fyrirkomulag úrræða og þjónustu í þessum málaflokki, með réttindi barna og aðgengi þeirra að fullnægjandi þjónustu að leiðarljósi. Þá átti stýrihópurinn að leggja til verka- og kostnaðarskiptingu vegna þeirra þjónustu á milli sveitarfélaga og ríkisins.
Niðurstaða hópsins í megindráttum var að málaflokkurinn var flokkaður, fyrirkomulag úrræða og þjónustu var endurskoðað, lagt var fram mat á kostnaði, lögð var fram verka- og kostnaðarskiptin, auk þess sem tillögur að framtíðarskipulagi voru lagðar fram. Skipaðir voru vinnuhópar sem fengu afmörkuð verkefni og frá hópunum komu 14 tillögur að úrræðum. Skiptir máli að horfa á úrræðin í nálægð við hvort annað til að ná árangri.
Þróunin hefur verið að einkaaðilar eru að sinna þjónustunni sem yfirleitt er mönnuð af ófaglærðum og þannig eru úrræðin ekki að virka sem skildi.
Annar starfshópur var skipaður að nýju í upphafi árs 2024 til að skoða kostnaðar- og ábyrgðarskiptingu ríkis og sveitarfélaga í þjónustu við fatlað fólk og skilaði hópurinn af sér skýrslu í september 2024. Niðurstaðan var að ríkið taki yfir þjónustu við þennan málaflokk og næstu skref er að taka ákvarðanir.
Búið er að kynna þessa skýrslu hjá ríkisstjórn. Næstu skref er samtalið inn í Jónsmessunefnd og töluverð mörg verkefni sem þarf að leysa.
Meðal niðurstaða eru uppsetning búsetukjarna og nýta sértæk úrræði og nýtingu sérfræðimönnunnar. Einn af þeim stöðum sem hafa verið nefnd er Skálatún í Mosfellsbæ. Ekki æskilegt að blanda saman mismunandi úrræðum.
Skilgreining á úrræðum hefur verið ákveðin áskorun fyrir barna verndir sveitarfélaganna en það er sérstaklega tekið fyrir í niðurstöðum stýrihópsins. Með sérfræðingateymi sem yrði sett á stofn þá er hægt að taka á þessum atriðum en ekki sett í hendur nefnda sveitarfélaganna. - Staða sameiningamála á Suðurnesjum
– Róbert Ragnarsson ráðgjafi KPMG.
Róbert fór yfir stöðu á könnunarviðræðum um sameiningu sveitarfélaga á Suðurnesjum. Vinnan fór af stað á frumkvæði sveitarfélagsins Voga sem hafði unnið að því verkefni hjá sér.
Róbert rifjaði upp þær forsendur sem liggja fyrir þegar ákveðið er að fara í sameiningarviðræður, en þær eru meðal annars sameiginlegir hagsmunir, aukin áhersla á sjálfbærni, vaxandi kröfur til sveitarfélaga, kröfur íbúa til þjónustu, stefna stjórnvalda og erfiðleikar að manna hlutverk í fámennari sveitarfélögum.
Þessar forsendur lágu fyrir áður en vinna hófst og verkefnahópurinn skipaður á Suðurnesjum. Markmið með vinnunni var að kortleggja og safna gögnum sem hægt væri að leggja fyrir sveitarstjórnir þessara þriggja sveitarfélaga sem tóku þátt, áður en tekin er ákvörðun um sameiningu sveitarfélaganna. Unnið var að greiningu gagna og eins var fundað með íbúum allra sveitarfélaganna. Niðurstöður úr þessari vinnu gáfu vísbendingar um að við sameiningu yrði til fjölmennt og öflugt sveitarfélag sem stæði vel fjárhagslega, gæti veitt íbúum sínum góða þjónustu á öllum sviðum og hefði meira vægi í hagsmunagæslu fyrir svæðið en sveitarfélögin hafa hvort í sínu lagi. Staða sameiginlegs sveitarfélags Suðurnesjabæjar, Reykjanesbæjar og sveitarfélagsins Voga stæði betur en sambærileg sveitarfélög.
Á íbúafundum komu fram áhyggjur fólks um að íbúar myndu tapa áhrifum á nær samfélagi sínu og að þjónusta myndi færast frá jaðrinum yfir í miðlægan kjarna, en á sama tíma gefa gögn til kynna að þjónustustig gæti hækkað og jafnframt sérhæfðari.
Róbert kynnti hugsanlega tímalínu ef farið yrði í formlegar viðræður en á þessum tíma hafa tvö sveitarfélög hafa tekið þetta til umræðu.
Fundarstjóri gaf færi á spurningum:
Suðurnesjabær óskaði eftir frekari gögnum til að taka málið fyrir. Frekari gögn hafa borist og verður málið tekið fyrir í næstu viku.
- Breytingar á samþykktum Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum
– Róbert Ragnarsson og Lilja Ósk Alexandersdóttir ráðgjafar frá KPMG
Róbert fór yfir þær breytingatillögur sem lagðar eru fyrir fundinn, útskýrði breytingarnar og forsendurnar fyrir þeim.
Fundargestum gafst færi á að leggja fram spurningar og ábendingar við samþykktirnar en engar spurningar voru lagðar fram. - Verkefni og áherslur S.S.S.
– Róbert Ragnarsson ráðgjafi KPMG
Fundarmönnum var falið að vinna í hópum og koma með tillögur að verkefnum og áherslum sem SSS á að vinna að og hins vegar tillögur um verkefni sem SSS á ekki að vera að sinna. Unnið var í tveimur lotum í fjórum blönduðum hópum og niðurstöður kynntar í gegnum slido.com. - Ályktanir og umræður
Breytingar á samþykktum Sambands sveitarfélag á Suðurnesjum lögð fram:
Samþykktir fyrir Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum
- grein: Um sambandið
Sveitarfélögin á Suðurnesjum, Grindavíkurbær, Reykjanesbær, Suðurnesjabær og Sveitarfélagið Vogar eiga með sér samband undir nafninu Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum, skammstafað S.S.S. Kennitala sambandsins er 640479-0279.
Heimili og varnarþing sambandsins skal vera í því aðildarsveitarfélagi þar sem aðalskrifstofa þess er á hverjum tíma. - grein: Markmið
Markmið sambandsins eru:
• Að vinna að hagsmunum aðildarsveitarfélaga
• Að efla samvinnu sveitarfélaga og sveitarstjórnarmanna
• Að efla búsetu og atvinnulíf á Suðurnesjum
• Að vinna að sameiginlegum málum er löggjafinn kann að fela því
• Að koma fram sem heild í sameiginlegum málum gagnvart ríkisvaldinu og öðrum
• Að fylgjast með nýjungum á sviði sveitarstjórnarmála, jafnt innanlands sem erlendis
Kostnaður við rekstur sambandsins, umfram framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga skv. 10. gr. laga nr. 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga, skal greiddur af aðildarsveitarfélögum í hlutfalli við höfðatölu 1. ágúst ár hvert. - grein Stefnumörkun
Stefna sambandsins í einstökum málaflokkum skal ákvörðuð á aðalfundi eða sambandsfundi í samræmi við markmið sambandsins.
Við undirbúning stefnumörkunar skal fagráð afla upplýsinga um núverandi stöðu í málaflokknum og leita samráðs við hagaðila á vinnustofu. Fagráð leggur í kjölfarið drög að stefnumótun og aðgerðaáætlun fyrir stjórn SSS.
Stjórn skal leggja tillögu að stefnumörkun og aðgerðaáætlun til umræðu og afgreiðslu á aðal- eða sambandsfundi.
Stjórn sambandsins ber ábyrgð á að koma stefnumótun og aðgerðaráætlun í framkvæmd.
Hver stefnumótun gildir til fjögurra ára. Að þremur árum liðnum hefst árangurs- og endurmat stefnumótunar og aðgerðaáætlunar. - grein Aðal- og sambandsfundur
Aðalfundur S.S.S. skal að jafnaði haldinn í októbermánuði ár hvert nema á kosningaári, þá eigi síðar en 15. september. Til fundar skal boða með dagskrá með minnst einnar viku fyrirvara. Á dagskrá aðalfundar skulu vera eftirfarandi mál: - Skýrsla stjórnar.
- Endurskoðaðir ársreikningur síðasta árs lagður fram til samþykktar.
- Stjórn sambandsins tilnefnd.
- Kosning endurskoðanda eða endurskoðendafyrirtækis.
- Ákvörðun um greiðslu þóknunar til stjórnarmanna.
- Tillögur um breytingar á samþykktum sambandsins.
- Umræður og atkvæðagreiðslur um önnur málefni sem löglega eru upp borin.
Halda skal sambandsfund fyrri hluta hvers árs. Á sambandsfundum fer fram stefnumótandi umræða og eftirfylgni með þeim aðgerðum sem samþykktar hafa verið. Auk þess skulu tekin fyrir þau málefni sem stjórn ákveður hverju sinni. Aðra sambandsfundi skal halda þegar stjórn þykir þurfa, eða ein eða fleiri sveitarstjórnir eða sjö eða fleiri sveitarstjórnarmenn krefjast þess skriflega, enda sé þá greint frá hvert fundarefni skuli vera.
Allir kjörnir fulltrúar í sveitarstjórnum aðildarsveitarfélaganna eiga rétt til setu á aðal- og sambandsfundum. Enn fremur eiga bæjarstjórar, stjórnarmenn S.S.S. og framkvæmdastjóri S.S.S. rétt til fundarsetu með málfrelsi og tillögurétt.
Aðal- og sambandsfundir eru ályktunar bærir ef löglega er til þeirra boðað. Sambandsfundur er ályktunarbær ef 2/3 hlutar fulltrúa eru mættir en 2/3 hlutfall þeirra þarf til að samþykkja ályktanir. Ályktanir sem hafa í för með sér útgjöld umfram samþykkta fjárhagsáætlun skulu þó ætíð háðar samþykki sveitarstjórna aðildarsveitarfélaganna. - grein Um stjórn
Stjórn sambandsins annast málefni þess á milli funda samkvæmt 4. gr. Stjórn skal skipuð fjórum fulltrúum sem tilnefndir eru af sveitarstjórnunum, einn frá hverri, og jafnmörgum til vara. Tilnefningar skulu liggja fyrir á aðalfundi. Stjórnin skiptir með sér verkum á fyrsta fundi eftir aðalfund.
Framkvæmdarstjóri í umboði formanns stjórnar boðar til stjórnarfunda. Fundarboð stjórnar ásamt fylgigögnum skal senda til allra kjörinna sveitarstjórnarmanna á starfssvæði S.S.S. Heimilt er að senda fundarboð með rafrænum hætti með minnst fjögurra daga fyrirvara. Þeim kjörnum fulltrúum, er ekki eiga sæti í stjórn sambandsins er heimilt að koma að athugasemdum við þau mál sem eru á dagskrá með minnst tveggja daga fyrirvara.
Fundi stjórnar má halda í rafrænu fundarkerfi þegar það á við að mati formanns stjórnar og framkvæmdarstjóra.
Hver stjórnarmaður getur krafist þess að boðað sé til stjórnarfundar. Sama rétt á framkvæmdarstjóri sambandsins.
Formaður stjórnar hefur heimild til að boða til skyndifundar með skemmri fyrirvara en starfsreglurnar kveða á um, enda sé það mat hans að málefni, sem ræða skal á fundinum þoli ekki bið. Skal þá tryggt að allir aðalmenn eða varamenn þeirra eigi þess kost að sitja fundinn. Samþykktir stjórnar skulu því aðeins ná fram að ganga að þær séu studdar af aðilum sem bera meirihluta kostnaðar við rekstur sambandsins og hafa meirihluta í stjórn þess. - grein Um fjárhagsáætlun
Stjórn S.S.S. skal gera fjárhagsáætlun fyrir komandi starfsár og næstu þrjú ár á eftir og senda hana til aðildarsveitarfélaga sinna eigi síðar en 1. október.
Stjórn S.S.S. getur ekki skuldbundið aðildarsveitarfélögin fjárhagslega umfram staðfesta fjárhagsáætlun nema með formlegu samþykki sveitarstjórna allra aðildarsveitarfélaga. Þó er stjórn S.S.S. heimilt að samþykkja tilfærslu innan samþykktrar fjárhagsáætlunar ef brýn nauðsyn krefur. Skal þá fjárhagsáætlun endurskoðuð og send sveitarstjórnum aðildarsveitarfélaganna til upplýsingar og samþykktar svo fljótt sem verða má og eigi síðar en 14 dögum eftir að ákvörðun stjórnar liggur fyrir.
Ef stjórn S.S.S. samþykkir að taka upp samstarf um einstaka málaflokka og samstarfið hefur í för með sér kostnað sem ekki er gert ráð fyrir í fjárhagsáætlun skal bera það upp til samþykktar í sveitarstjórnum allra aðildarsveitarfélaga áður en stofnað er til útgjalda. Endurskoðuð fjárhagsáætlun skal þá lögð fyrir á næsta fundi samkvæmt 4. gr. - grein Um framkvæmdastjóra
Stjórn sambandsins er heimilt að ráða framkvæmdastjóra til að sjá um daglegan rekstur. Framkvæmdastjóri sér um að ráða annað starfsfólk.
Framkvæmdastjóri er prókúruhafi sambandsins og fer með fyrirsvar þess í umboði stjórnar. Ef ekki er ráðinn framkvæmdastjóri fer formaður stjórnar með prókúru og fyrirsvar sambandsins. - grein Um fagráð
Stjórn S.S.S. getur skipað fagráð til að fjalla um einstök málefni á verkefnasviði sambandsins. Skal stjórn þá samþykkja erindisbréf fyrir fagráðið þar sem hlutverk þess, ábyrgð og heimildir eru skilgreindar.
Í fagráðum skulu sitja jafn margir fulltrúar allra aðildarsveitarfélaga, tilnefndir af sveitarstjórnunum. Fulltrúar skulu vera jafn margir aðalfulltrúum, sömuleiðis tilnefndir af sveitarstjórnum.
Fagráð undirbýr tillögur að stefnumörkun sambandsins á viðkomandi verkefnasviði til umfjöllunar og afgreiðslu á fundi samkvæmt 4. gr. Stefnumörkun skal fylgja aðgerðaráætlun þar sem tilgreindir eru ábyrgðaraðilar og tímamörk. Fagráð hefur eftirlit með framfylgd stefnu og aðgerðaáætlunar og gerir grein fyrir stöðunni á fundi samkvæmt 4. gr.. - grein Um breytingar á samþykktum
Samþykktum þessum verður eingöngu breytt á aðalfundi, enda hljóti tillaga þar um samþykki minnst 3/4 hluta atkvæða. Tillögur að breytingum á samþykktum skulu hafa borist stjórn sambandsins eigi síðar en mánuði fyrir aðalfund. Tillögur að breytingum á samþykktum skal senda út með fundardagskrá. - grein Um úrsögn
Kjósi sveitarfélag að hætta þátttöku í sambandinu, skal tilkynna það stjórn eigi síðar en sex mánuðum fyrir aðalfund og tekur úrsögnin gildi um næstu áramót á eftir. Á kosningarári skal úrsögn tilkynnast fyrir 1. júlí. Við úrsögn skal reikna út eignarhlut eða skuld sveitarfélagsins í samtökunum. Fjárhagslegt uppgjör skal vera í hlutfalli við íbúafjölda miðað við 1.desember það ár sem úrsögn er tilkynnt. Hætti sveitarfélag þátttöku í sambandinu þá skal jafnframt fara fram endurskoðun á samþykktum þess. - grein Um slit
Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum verður ekki lagt niður nema tveir löglega boðaðir aðalfundir samþykki það með 2/3 hlutum atkvæða. Aðalfundirnir skulu haldnir með a.m.k. þriggja mánaða millibili. Tillaga að slitum sambandsins skal fylgja fundarboði. Áður en seinni fundurinn er haldinn skal afstaða aðildarsveitarfélaga til slitanna liggja fyrir. Til þess að slit á sambandinu nái fram að ganga þurfa 2/3 hlutar sveitarstjórna aðildarsveitarfélaga að staðfesta þau.
Samþykktir lagðar fram á aðalfundi Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum
Samþykktar samhljóða 28. september 2024
Ályktun um börn með fjölþættan vanda
Ályktun lögð fram á 48. aðalfundi Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum.
Aðalfundur Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum, haldinn þann 28. september, hvetur ríkisvaldið til að standa betur undir ábyrgð sinni í þjónustu við börn með fjöl þættan vanda hvað varðar ábyrgð á úrræðum og fjármögnun þeirra.
Á undanförnum 10 árum hefur skapast gjá á milli ríkis og sveitarfélaga hvað varðar þjónustu við börn með fjöl þættan vanda. Ríkið hefur dregið verulega úr úrræðum á þessu tímabili en skv. framkvæmdastjóra Barna- og fjölskyldustofu hefur meðferðarplássum fækkað úr rúmlega 60 í tæplega 20 pláss. Barnaverndarþjónustur á landsvísu hafa fundið verulega fyrir þessari þróun og hefur kostnaður sveitarfélaga við þennan þjónustuhóp aukist á sama tíma.
Skilgreiningarvandi á hvað telst barn með fjöl þættan vanda, ásamt fækkun úrræða af hendi ríkisins veldur því að grá svæði hafa myndast milli ríkis og sveitarfélaga þegar kemur að þjónustu við börn með fjöl þættan vanda. Það hefur skapað kerfislegan vanda og ábyrgð á þjónustu við þennan hóp lagst á herðar sveitarfélaga. Sveitarfélög hafa verið nauðbeygð til þess að mæta þjónustuþörfinni með því að kaupa þjónustu af einkareknum úrræðum á borð við Klettabæ, Heilindi og Vinakot. Kostnaður sveitarfélaganna vegna slíkra samninga er gríðarlegur eða um 150 milljónir fyrir hvern samning á ársgrundvelli.
Það er réttlætismál fyrir alla aðila að þessi mál séu skýrari og ekki sé verið að færa vandann á milli kerfa. Barnaverndarþjónustur á Suðurnesjum eru með fleiri en eitt mál sem falla undir þörf fyrir þjónustu skv. 79. gr. barnaverndarlaga. Þessi mál hafa öll verið í kerfinu í lengri tíma með víðtækum vandkvæðum fyrir alla aðila. Þessi börn þurfa að fá viðeigandi þjónustu og þau þurfa að fá hana hratt.
Ljóst er að nú er komið að þolmörkum hjá sveitarfélögunum bæði hvað varðar úrræði og fjármögnun og verður ríkið að stíga fram og sinna lagalegri skyldu sinni í málaflokknum. Starfsfólk sveitarfélaga hefur vissulega lagt sig allt fram til að leysa öll mál og jafnvel gengið svo langt að taka börn inn á sitt eigið heimili. Jafnframt hefur starfsfólk kallað ítrekað eftir svörum varðandi framkvæmd þeirra úrræða sem tilgreind eru hér að ofan en einu svörin sem fást eru þau að lítið þokist í málaflokknum og að ekki sé til fjármagn. Barna- og fjölskyldustofa (BOFS) hefur engin svör, ekki úrræði og ekki fjármagn til að koma þeim á laggirnar. Hér er um að ræða neyðarástand sem varðar líf og framtíð barna.
Aðalfundurinn vísar til barnaverndarlaga en þar kemur skýrt fram hvað verkefnum sveitarfélög eigi að sinna annars vegar og svo hvaða verkefni eru á ábyrgð ríkisvaldsins.
Lagalegar skyldur ríkisins skv. 79. grein barnaverndarlaga nr. 80/2002 sem fjallar um heimili og stofnanir á vegum ríkisins segir að mennta- og barnamálaráðuneytið beri ábyrgð á að tiltæk séu heimili og stofnanir til að veita börnum móttöku í bráðatilvikum til að tryggja öryggi þeirra vegna meintra afbrota eða alvarlegra hegðunarerfiðleika. Í öðru lagi að greina vanda barna sem talin eru þurfa sérhæfða meðferð. Í þriðja lagi að veita börnum sérhæfða meðferð vegna alvarlegra hegðunarerfiðleika, vímuefnaneyslu og meintra afbrota. Barna- og fjölskyldustofa í umboði ráðuneytisins annast uppbyggingu og rekstur heimila og stofnana.
Í 84. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002 sem fjallar um heimili og önnur úrræði á ábyrgð sveitarfélaga segir að ein eða fleiri barnaverndarþjónustur skulu saman hafa tiltæk úrræði, svo sem með rekstri vistheimila, sambýla eða á annan hátt til að: a. veita börnum móttöku, þar með talið í bráðatilvikum, til að tryggja öryggi þeirra, greina vanda eða til könnunar á aðstæðum þeirra, svo sem vegna vanrækslu, vanhæfni eða framferðis foreldra, b. veita börnum móttöku vegna ófullnægjandi heimilisaðstæðna eða sérstakra þarfa barna, svo sem í kjölfar meðferðar.
Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum krefst þess að ríkið vinni hratt að því að leysa gráu svæðin í þjónustu við börn með fjöl þættan vanda, tryggi nauðsynlegt fjármagn og hefji strax vinnu við að koma á fót þeim úrræðum sem lögð hafa verið til. Í Áfangaskýrslu II sem gefin var út í september 2024, koma fram skýrar tillögur sem þurfa að koma til framkvæmda.
Ályktunin borin upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.
Ályktun um viðbyggingu Fjölbrautarskóla Suðurnesja
Ályktun lögð fram á 48. aðalfundi Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum.
Aðalfundur Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum, haldinn 28. september 2024 hvetur ríkisvaldið til að hefja viðbyggingu við Fjölbrautaskóla Suðurnesja í takt við íbúafjölgun á Suðurnesjum.
Þegar byggt var við skólann síðast 2004, þá var íbúafjöldinn á Suðurnesjum 17.090. Í september var íbúafjöldinn í Reykjanesbæ einum 24.120. Þann 1.september 2024 var íbúafjöldi á Suðurnesjum 31.849.
Því lætur nærri að íbúafjöldinn á svæðinu hafi tvöfaldast síðan síðast var byggt við skólann. Rétt er að hafa í huga að hlutfall nemenda sem sækja um nám í framhaldsskóla hefur hækkað frá því sem var 2004 og því eru sífellt fleiri úr hverjum árgangi sem sækja um skólavist. Hlutfall nemenda af erlendum uppruna er einnig hátt á svæðinu og þeir sækja eðlilega líka um skólavist Suðurnesjum.
Þann 6. apríl síðastliðinn mættu bæjarfulltrúar frá Reykjanesbæ, Vogum og Suðurnesjabæ ásamt mennta- og barnamálaráðherra, á undirritun um viðbyggingu Fjölbrautaskólans á Suðurnesjum.
Samningurinn hljóðaði upp á viðbyggingu við skólann uppá allt að 1900 m².
Þegar aðalfundur Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum er haldinn þann 28. september hafa liðið alls 25 vikur frá undirrituninni eða hálft ár. Eitthvað hefur þokast í málinu en þó yfirleitt aðeins það að sendar eru inn nýjar teikningar þar sem fermetrum fækkar í hvert skipti.
Teikningar af nýju viðbyggingunni eins og sakir standa í dag eru alls 1.800 m² sem er á engan hátt að endurspegla þarfir skólans þar sem áskoranir snúa meðal annars að mjög miklum fjölda nemenda, að miklum fjölda nemenda sem hafa ekki íslensku að móðurmáli, að verulegri þrengingu að verknámsaðstöðu en auk þess hefur skólinn tekið að sér nemendur sem voru áður í menntaskólanum við Ásbrú auk brauta sem sneru að einkaþjálfun og styrktar þjálfun.
Svo virðist vera að Excel skjöl ríkisins skilgreini stækkun verknámsaðstöðu um allt land sem heildarfermetrafjölda og deila þannig niður fermetrum milli svæða, sem verður að teljast virkilega sérstök aðferð við að skipuleggja stækkun aðstöðu ólíkra skóla.
Aðalfundur S.S.S. skorar á ríkisvaldið að hefja viðbyggingu við Fjölbrautaskóla Suðurnesja í samræmi við þarfir hans, sem fyrst svo ekki líði aðrar 25 vikur án þess að nokkuð gerist í verkefninu.
Ályktunin borin upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.
Umræður:
Anton, Suðurnesjabæ. Á síðasta fundi var ályktað um heilbrigðisþjónustu á svæðinu og sú samstaða hefur skilað því m.a. að verið er að vinna að þessum málefnum til framkvæmda bæði í Suðurnesjabæ og Sveitarfélaginu Vogum. Anton lýsti yfir ánægju með samstöðuna og samstarf sveitarfélaga sem hefur skilað sér með bættri þjónustu til íbúa Suðurnesja.
- Tilnefning stjórnar og varastjórnar fyrir næsta starfsár 2024 – 2025
Eftirfarandi eru tilnefndir í aðal og varastjórn S.S.S. á starfsárinu 2024 – 2025
Reykjanesbær:
Aðalmaður – Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir
Varamaður – Bjarni Páll Tryggvason
Suðurnesjabær:
Aðalmaður – Jónína Magnúsdóttir
Varamaður – Sigursveinn Bjarni Jónsson
Grindavíkurbær:
Aðalmaður – Ásrún Kristinsdóttir
Varamaður – Sverrir Auðunsson
Sveitarfélagið Vogar:
Aðalmaður – Björn G. Sæbjörnsson
Varamaður – Guðmann Rúnar Lúðvíksson - Kosning endurskoðunarfyrirtækis
Samkvæmt útboði sem gert var sumarið 2021 var endurskoðun bókhalds Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum boðin út til fimm ára. Lægst bjóðandi var Deloitte og hafa þeir nú lokið öðru starfsári sínu fyrir S.S.S.
Það er því lagt til að Deloitte verði kjörið endurskoðunarfyrirtæki Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum.
Fundarstjóri bar upp tillöguna og var hún samþykkt samhljóða.
- Ákvörðun um greiðslu þóknunar til stjórnarmanna
Lagt er til að þóknun til stjórnarmanna SSS verði óbreytt en hún er:
Formaður stjórnar: 6% af þingfararkaupi eða kr. 91.550,- fyrir hvern fund.
Aðrir stjórnarmenn: 4% af þingfararkaupi eða kr. 61.034,- fyrir hvern fund.
Lagt er til að þóknun fyrir aðra fundi en stjórnarfundi verði 3% eða kr. 45.775,-
Fundarstjóri bar upp tillöguna og var hún samþykkt samhljóða. - Fundarslit
Fleira ekki gert. Fundarstjóri Sverrir Auðunsson, sleit fundi kl. 15.49
Þuríður Aradóttir Braun, fundarskrifari.