fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

Fjarnámskeið í stofnun fyrirtækja

Heklan, atvinnuþróunarfélag Suðurnesja mun standa fyrir fjarnámskeiði í stofnun fyrirtækja í maí en markmið þess er að aðstoða þá sem eru með hugmynd sem þeir vilja breyta í fyrirtæki en vita ekki alveg hvar þeir eiga að byrja.

Á námskeiðinu verður farið yfir öll grundvallaratriði þegar kemur að stofnun fyrirtækja og tekin verða raunveruleg dæmi úr íslensku viðskiptlífi til að dýpka kennsluna. Reynt verður að hafa námskeiðið eins hagnýtt og hægt er svo það nýtist þátttakendum sem best þegar þeir taka sín fyrstu skref í fyrirtækjarekstri.

Námskeiðið verður kennt dagana 25., 27. og 29. maí kl. 10 – 12:00 og er það niðurgreitt af Heklunni til þess að styðja við nýsköpun á Suðurnesjum. Fullt verð er 32.900 en frumkvöðlar á Suðurnesjum greiða einungis 23.000 með afslætti. Fyrstu fimm til að skrá sig á námskeiðið hljóta fría 50 mín frumkvöðlaþjálfun með kennara.

Kennari er Haukur Guðjónsson en hann býr yfir tveggja áratuga reynslu í frumkvöðlastarfi. Hann hefur kennt, leiðbeint og mentorað hundruði frumkvöðla auk þess sem hann hefur verið virkur fyrirlesari og bloggari bæði á frumkvodlar.is og vikingentrepreneur.com.

Kynning á námskeiði í stofnun fyrirtækja

ATH mörg stéttarfélög veita allt að 90% styrk fyrir námskeiðinu.

Skrá mig á námskeið