fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

Kynningar á Tækniþróunarsjóði og skattafrádrætti

Heklan mun halda kynningarfundi í Reykjnesbæ mánudaginn 12. og fimmtudaginn 14. maí þar sem sagt verður frá Tækniþróunarsjóði og skattafrádrætti vegna rannsókna og þróunarverkefna.

Starfsmenn Rannís munu gera grein fyrir þessum stuðningi sem geta skipt sköpun fyrir frumkvöðla og fyrirtæki í nýsköpun.

Fjármagn í Tækniþróunarsjóð hefur verið aukið um 700 milljónir og eins hefur næsti umsóknarfrestur verið færður framar fyrir haustúthlutun. Þess má geta að nú í vorúthlutun hlutu tvö verkefni af Suðurnesjum styrk, þau eru Öryggiskrossinn fyrir flugbrautir og Þarabað á Garðskaga.

Markmiðið með skattafrádrættinum er að efla rannsóknir og þróunarstarf og bæta samkeppnisskilyrði nýsköpunarfyrirtækja með því að veita þeim rétt til skattfrádráttar vegna kostnaðar við nýsköpunarverkefni. Nú liggur fyrir frumvarp á Alþingi þar sem gert er ráð fyrir hækkun á þaki og hærra endurgreiðsluhlutfalli vegna skattafrádráttar.

Fundirnir fara fram á netinu

Tækniþróunarsjóður 12. maí kl. 10 – 11:00
Skattafrádráttur vegna rannsókna og þróunar 14. maí kl. 10 – 11:00