fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

Fuglaskoðunarkort fyrir Reykjanes

Reykjanes Unescco Global Geopark hefur gefið út fuglaskoðunarkort fyrir Reykjanesskagann þar sem finna má upplýsingar um fjölbreytt fuglalíf en kortið sýnir helstu fuglaskoðunarstaði á Reykjanesi, hvar sjaldgæfari tegundir er að finna og upplýsingar um aðgengi að skoðunarstöðum.

Verkefnið sem styrkt er af Uppbyggingarsjóði Suðurnesja var unnið af Þekkingarsetri Suðurnesja og hefur verið í vinnslu undanfarin tvö ár. Markaðsstofa Reykjaness er samstarfsaðili verkefnisins og verður kortið aðgengilegt á visitreykjanes.is.

Reykjanesskagi er vinsælt svæði til fuglaskoðunar enda er þar að finna fjölbreytt fuglalíf yfir vetrartímann. Þá eru fjörur á svæðinu mikilvægur viðkomustaður fjölmargra farfugla á haustin og vorin. Í nokkrum sjávarbjörgum má finna fjölda fugla af helstu tegundum sem halda til í hamraflugum um allt land.

Kortin eru m.a. aðgengileg í gestastofunum Reykjanes Unesco Global Geopark í Reykjanesbæ, Grindavík og Vogum.