Við óskum eftir öflugum markaðsmanni
Markaðsstofa Reykjaness leitar eftir öflugum starfsmanni í markaðsteymið sem hefur metnað og áhuga á ferðaþjónustu.
Um er að ræða tímabundna ráðningu til eins árs.
Starfið felur í sér fjölbreytt verkefni sem snúa að markaðssetningu á Reykjanesi sem áfangastað, m.a. umsjón og uppfærslu á vefsíðum og samfélagsmiðlum, umsjón og vinnu við útgáfu kynningarefnis sem og samskipti við ferðaþjónustuaðila. Viðkomandi þarf að geta gengið í öll verkefni markaðsstofunnar er snúa að markaðs- og kynningarmálum.
Markaðsstofa Reykjaness er sjálfseignarstofnun sem starfar náið með Reykjanes Unesco Global Geopark, Heklunni, atvinnuþróunarfélagi Suðurnesja, ferðaþjónustufyrirtækjum, stuðningsstofnunum og sveitarfélögum á Suðurnesjum að markaðssetningu svæðisins, eflingu ferðaþjónustu, fjölgun ferðamanna og lengingu dvalar þeirra með heildarhagsmuni atvinnulífsins og samfélagsins á Suðurnesjum að leiðarljósi.
Helstu verkefni:
• Umsjón með vefsíðum og samfélagsmiðlum
• Umsjón með kynningar- og markaðsmálum
• Samskipti við hagsmunaðila, samstarfsog stuðningsstofnanir
• Skipulagning og þátttaka í sýningum og ráðstefnum innanlands og erlendis
• Umsjón með heimsóknum blaðamanna og ferðaskrifstofa
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Menntun sem nýtist í starfi
• Mjög góð þekking á notkun samfélagsmiðla
• Metnaður í starfi og skipulagshæfileikar
• Reynsla af markaðs- og ferðamálum mikilvæg
• Lipurð í mannlegum samskiptum
• Mjög góð íslensku- og enskukunnátta í ritun og orði skilyrði, önnur tungumál kostur
Umsóknarfrestur er til og með 1. október 2018.
Umsóknir skal senda til Markaðsstofu Reykjaness á netfangið markadsstofa@visitreykjanes.is. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Allar frekari upplýsingar gefa Berglind Kristinsdóttir, berglind@heklan.is og Eggert Sólberg Jónsson, eggert@reykjanesgeopark.is