Góðir gestir heimsækja Eldey frumkvöðlasetur
Mikil eftirspurn hópa er eftir heimsóknum í frumkvöðlasetrið Eldey en þar starfa nú 26 sprotafyrirtæki og 50 starfsmenn að ólíkum nýsköpunarverkefnum.Hafa þeir fengið fræðslu um húsið og litið svo við í vinnustofur sprotafyrirtækja þar sem frumkvöðlar hafa kynnt verkefni sín.Á dögunum litu við nemendur frá Heiðarskóla en þeir hafa fengið fræðslu í nýsköpun í vetur. Þeim þótti því tilvalið að heimsækja frumkvöðlasetur og spjalla við frumkvöðla þar og heyra af þeirra verkefnum. Hópurinn var skóla sínum til sóma og vakti mikla lukku í húsinu. Þá leit við í vikunni 70 manna hópur eldri borgara frá Mosfellsbæ og má segja að þeir hafi fengið höfðinglegar móttökur því hönnuðir í húsinu tóku sig til og bökuðu vöfflur með kaffinu.