fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

Hacking Reykjanes – hackathon

Í dag hefst skráning á lausnarmótið Hacking Reykjanes sem fram fer dagana 17. – 19. mars en verkefnið er styrkt af Lóu og Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti og unnið í samstarfi við Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum og Hacking Hekla sem ferðast hefur um landið með slíka nýsköpunarviðburði.

Hacking Reykjanes er vettvangur fyrir hugarflug nýrra hugmynda og opinn öllum sem hafa áhuga á nýsköpun á Suðurnesjum.
  • Þátttakendur vinna að því að þróa lausnir við fjórum áskorunum:
  • Hvernig getum við aukið verðmætasköpun með því að nýta orkuna á Reykjanesi?
  • Hvernig getum við stuðlað að nýsköpun og þróun í sjávarútvegi og tengdum greinum?
  • Hvernig getum við aukið verðmætasköpun þvert á atvinnugreinar með aukinni fullvinnslu afurða til að koma í veg fyrir að auðlindir verði að úrgangi?
  • Hvar liggja tækifærin í nýsköpun og aukinni þjónustu í tenglum við alþjóðaflugvöll, ferðaþjónustu og þjónustu við farþega og flug?
Markmið lausnamótsins er að efla frumkvöðlastarf og sköpunarkraft á svæðinu og þannig stuðla að nýjum verkefnum og viðskiptatækifærum. Lausnamótinu er ekki síður ætlað að vekja athygli á því öfluga frumkvöðlasamfélagi sem er á Reykjanesi.

Lausnamótið er fyrir alla sem vilja hugsa í lausnum og leysa vandamál og áskoranir sem finnast í mismunandi landshlutum Þátttakendur þurfa ekki að búa yfir reynslu eða hafa tekið þátt áður í lausnamóti eða öðru frumkvöðlastarfi. Allir eru velkomnir og þetta er góð leið til að efla skapandi hugsun og þjálfast í ferlinu að koma góðum hugmyndum í framkvæmd.

Hefurðu áhuga á að skipuleggja lausnamót á þínu svæði?

Skráning fer fram á hackinghekla.is

Hacking Reykjanes er samstarfsverkefni Hacking Hekla, Samband sveitafélaga á Suðurnesjum og Hugmyndaþorps. Verkefnið er styrkt af Lóu.
—–
Hacking Reykjanes is a rural hackathon that takes place from 17th-19th of march in Reykjanes. The task for our participants is to find various innovative solutions in regards to the challanges of the area.
The outcome of the hackathon can be a digital solution, a product, a service, software, hardware, a project, a marketing campaign or anything similiar.
Registration starts 12th of January at www.hackinghekla.is

Hacking Reykjanes is a joint project of Hacking Hekla, Samband sveitafélaga á Suðurnesjum and Hugmyndaþorp. The project is funded by Lóa.