fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

Landverðir ráðnir til Suðurnesja vegna umbrota

Í ljósi óvissuþátta sem tengj­ast um­brot­un­um á Reykja­nesskaga hefur fengist fjármagn frá ríki til að ráða tvo landverðir til Suðurnesja til næstu tveggja ára og verður þörf á áfram­hald­andi land­vörslu end­ur­skoðuð að þeim tíma liðnum. Munu landverðirnir sinna þeim landvörsluverkefnum sem upp koma á svæðinu og eru til viðbótar við landvörð sem í dag sinnir öllu suðvesturhorninu.

Um­brot­un­um á Reykja­nesskaga und­an­far­in ár hef­ur fylgt auk­in um­ferð ferðamanna um svæði sem á köfl­um er viðkvæmt og ekki hættu­laust. Þar sem eng­ar vís­bend­ing­ar eru enn um að draga muni úr jarðhrær­ing­un­um á næst­unni var ákveðið að setja aukið fjarmagn í landvörslu á gosstöðvunum svo hægt sé að bregðast við aukinni umferð um svæðið til lengri tíma.

Landverðirnir munu auk hefðbundina verkefna landvarða, svo sem fræðslu til gesta og eftirliti vegna viðkvæmnrar náttúru verða viðbragðsaðilum og lögreglu innan handar með upplýsingagjöf vegna eldsumbrota á Reykjanesi.