fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

Lúxdís hlýtur frumkvöðlastyrk Íslandsbanka

Luxdís ehf. hlaut á dögunum styrk úr Frumkvöðlasjóði Íslandsbanka en sjóðurinn styrkir frumkvöðlaverkefni sem leggja áherslu á endurnýjanlega orku, sjálfbæran sjávarútveg og verndun hafsvæða.
Lúxdís ehf. starfar í frumkvöðlasetrinu Eldey á Ásbrú og þróar exem plástur sem er ný íslensk vara. Plásturinn er samansettur úr náttúruperlum sjávar og lands án allra óæskilegra efna. Um er að ræða gel framleitt úr Íslensku sjávarkollageni, kísil frá geosilica sem starfar einnig í frumkvöðlasetrinu og jurtum. Gelið er borið á húðina sem myndar verndarlag líkt og plástur en það nærir sködduðu húðina ásamt því að verja hana gegn núning frá fatnaði. Eigandi og framkvæmdastjóri Lúxdís er Svandís Ósk Gestsdóttir en fyrirtækið framleiðir einnig náttúrulegar heilsuvörur undir merkjum Skinboss.Hér er því um að ræða ríkulegt samstarf fyrirtækja í nýsköpun á Suðurnesjum.