fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

Markaðsstofa Suðurnesja skrifar undir samkomulag við ferðamálasamtökin

Heklan, atvinnuþróunarfélag Suðurnesja og Ferðamálasamtök Suðurnesja skrifuðu undir samkomulag um starfsemi Markaðsstofu Suðurnesja föstudagin 18. janúar sl. en Heklan tekur yfir rekstur skrifstofunnar frá og með 1. febrúar 2013.
Tilgangur Markaðsstofunnar er að samþætta og efla markaðs- og kynningarstarf á Suðurnesjum og styrkja svæðið til að  afla tekna og skapa atvinnu.  Þannig er markaðssetning landshlutans unnin á einum stað í samstarfi ferðaþjónustuaðila, sveitarfélaga, klasa og samtaka innan svæðisins. Lögð verður áhersla á að auka samstarf fyrirtækja í ferðaþjónustu sem og samstarf við fyrirtæki á svæðinu í öðrum greinum atvinnulífsins. Verkefni stofunnar eru m.a. umsjón og útgáfa á ýmisskonar kynningarefni, rekstur vefsíðunnar visitreykjanes.is og kynning í samfélagsmiðlum, skipulagning sýninga innanlands og erlendis og ýmislegt fleira sem styður við ferðaþjónustufyrirtæki og styrkir ímynd Suðurnesja.Stjórn Markaðsstofu Suðurnesja er skipuð stjórn Heklunnar ásamt einum fulltrúa frá Ferðamálasamtökum Suðurnesja og einum áheyrnafulltrúa frá Ferðamálasamtökum Suðurnesja.Rekstur Markaðsstofunnar verður fjármagnaður af sveitarfélögum á Suðurnesjum og Ferðamálastofu auk þess sem leitað verður til aðila í ferðaþjónustu um aðkomu að verkefnum.
Auglýst hefur verið eftir verkefnastjóra markaðsstofunnar sem mun hafa aðsetur í Eldey, Grænásbraut 506, Ásbrú ásamt öðrum verkefnastjórum Heklunnar.