fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

Í útrás með íslenskt smáforrit

Bryndís Guðmundsdóttir talmeinafræðingur og frumkvöðull í frumkvöðlasetrinu Eldey á Ásbrú hefur gefið út tvö smáforrit sem byggja á verðlaunaefninu Lærum og leikum með hljóðin.Þar er börnum kennt á  lifandi og skemmtilegan hátt að segja íslensku málhljóðin rétt, þau læra hljóð íslensku bókstafanna og fingrastafrófið um leið og lestrarferlið er undirbúið. Hljóðin eru kynnt í sömu röð og íslensk börn tileinka sér þau í máltökunni.Forritið er ætlað öllum barnafjölskyldum og fagfólki sem vilja veita börnum forskot á hljóðmyndun og undirbúa þau fyrir lestur.Einvala lið íslenskra listamanna og hugmyndasmiða kemur að því að búa til íslenskt smáforrit fyrir börn og aðra sem vilja læra íslensku á nýstárlegan hátt, undir leiðsögn talmeinafræðings.
Fyrir hvatningu kollega erlendis og í framhaldi af námskeiðinu Brautargengi kvenna sem Bryndís sótti á vegum Impru í Eldey árið 2011, afréð Bryndís að fara í útrás með framleiðsluna og hugmyndafræðina. Það var jafnframt mikil hvatning að vera tilnefnd til Euwin viðurkenningar af KVENN og GWIIN, alþjóðlegum samtökum kvenna í frumkvöðlastarfsemi fyrir Lærum og leikum með hljóðin.Í smáforritinu Kids Sound Lab kennir sama aðferðafræði ensku málhljóðin í sömu röð og enskumælandi börn tileinka sér þau.
Menntamálaráðuneytið og Barnamenningarsjóður styrkja íslenska smáforritið ,,Lærum og leikum með hljóðin og Átak til atvinnusköpunar, Nýsköpunarmiðstöð Íslands, styrkir Kids Sound Lab.
Bryndís fer nú í nóvember á stærstu ráðstefnu heyrnar- talmeinafræðinga i heiminum sem haldin er í Chicago að þessu sinni. Þar mun hún kynna og vera með sýningaraðstöðu í hluta ráðstefnuhallarinnar sem er fyrir ný og áhugaverð verkefni talmeinafræðinga. Ráðstefnuna sækja allt að 14.000 heyrnar – talmeinafræðingar frá öllum heiminum. Bryndís vonast eftir góðri aðsókn að sínu svæði og hefur fengið samstarfsaðila; Icelandair og Bláa Lónið sem gefa heppnum ráðstefnugesti sem heimsækir Kids Sound Lab aðstöðuna, ferð til Íslands með Icelandair og dekurpakka í Bláa Lónið með fallegri gjöf.
LÆRUM OG LEIKUM FRÍTT:https://itunes.apple.com/us/app/rum-og-leikum-me-hljo-in-allt/id667452955?mt=8
LÆRUM OG LEIKUM PRÓ:https://itunes.apple.com/us/app/rum-og-leikum-me-hljo-in-allt/id667452955?mt=8linkur á kynningu um smáforritið (APPIÐ)   Link for the Icelandic APPhttp://youtu.be/7ZfvVVFpvUs       
Kids Sound Lab
The award winning articulation approach is now available in a App. If you want to learn Icelandic you look for the App Learning and Playing with Sounds. The same approach is used in the English App Kids Sound Lab.Kids Sound Lab is user friendly for all parents and professionals who want to give their children a head start on how to pronounce and practice English sounds. Created by a certified speech- language pathologist to help children and adults learn basic pronunciation and features of English. Also ideal for families with English as a second language. The sounds are presented in the same order that children acquire sounds, so parents can control the difficulty level and begin by practicing easier sounds.In the application it is possible to register your child and follow progress over time, take picture of the child and keep in their score sheet, send information by e mail and print. When the children are practicing they can record and listen and evaluate their own production. The author; Bryndis Gudmundsdottir  was awarded a „Special Recognition Award 2011“ from Global Women Inventors and Innovators Network (GWIIN) for her innovative work in the field of speech pathology. The Innovation Center in Iceland supported Kids Sound Lab.
Kids Sound Lab pro:https://itunes.apple.com/us/app/kids-sound-lab-pro/id681462426?mt=8
Kids Sound Lab free:https://itunes.apple.com/us/app/kids-sound-lab/id670634744?mt=8
Link for the English App on youtube:http://www.youtube.com/watch?v=eXLDH7iprR0&feature=youtu.be