fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

Menningarráð Suðurnesja auglýsir eftir styrkumsóknum

Menningarráð Suðurnesja auglýsir eftir styrkumsóknum vegna menningarstarfs og menningartengdrar ferðaþjónustu með fyrirvara um staðfestingu mennta- og menningarmálaráðuneytis um nýjan samning.
VERKEFNASTYRKIRÞeir aðilar hafa forgang sem uppfylla eitt eða fleiri eftirtalinna atriða:• Verkefni milli tveggja eða fleiri aðila, byggðarlaga eða listgreina og uppsetning viðburða á fleiri en einum stað á Suðurnesjum• Verkefni sem efla nýsköpun á sviði lista- og menningarstarfs• Verkefni sem miða að fjölgun starfa• Verkefni sem styðja við samstarf í ferðaþjónustu og menningu
STOFN OG REKSTRARSTYRKIRUmsækjendur geta verið félagasamtök, fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög á Suðurnesjum. Umsækjendur þurfa að skila ítarlegum upplýsingum um starfsemina ásamt síðasta ársreikningi.
Þeir hafa forgang sem uppfylla eitt eða fleiri eftirtalin atriði:Stuðla að því að efla menningarstarfsemi á sviði lista, safna- og menningararfsStuðla að nýsköpun í menningarstarfsemiStuðla að og styðja við starfsemi sem fjölgar atvinnutækifærum á svæðinu
Úthlutunarreglur, umsóknareyðublöð og aðrar upplýsingar er að finna á menning.heklan.is.
Umsóknarfrestur er til kl. 16:00 fimmtudaginn 27. mars 2014.
Frekari upplýsingar veitir Björk Guðjónsdóttir verkefnastjóri í síma 420 3288, netfang menning@heklan.is. Umsóknum skal skilað í 6 eintökum á skrifstofu Heklunnar Grænásbraut 506, 235 Reykjanesbæ.