fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

Mikill áhugi á Reykjanesi á Mid-Atlantic

Icelandair stendur árlega fyrir ferðakaupstefnu fyrir birgja sína frá Ameríku og Evrópu sem allir eiga það sameiginlegt að selja Ísland. Kaupstefnan var haldin í Laugardalshöll í Reykjavík 6.-9. febrúar síðastliðinn og voru um 650 manns skráðir til þátttöku og um 250 erlendir kaupendur.Markaðsstofa Reykjaness og Reykjanes jarðvangur tóku þátt í kaupstefnunni auk nokkurra fyrirtæka af svæðinu, en mikil aðsókn er í þátttöku á kaupstefnunni og komast færri að en vilja. En fyrirtækin sem einnig komu af Reykjanesinu voru Hótel Keflavík, Vitinn í Sandgerði, Bláa lónið Smára hótel og Flugstöð Leifs Eiríkssonar auk fjölda annarra aðila sem selja ferðir á Reykjanesið.Almenn ánægja var með þátttöku á kaupstefnunni og fundartímar vel nýttir. Mikið var um nýja aðila sem höfðu áhuga á að selja Ísland sem nýjan áfangastað í vöruframboði sínu en jafnframt var mikið um aðila sem voru að selja ferðir frá Ameríku til Evrópu og frá Evrópu til Ameríku sem voru að skoða möguleika á nokkra daga stoppi á Íslandi til að bæta inn í þær ferðir. Allir þessir aðilar höfðu mikinn áhuga á því sem Reykjanesið hefur uppá að bjóða, hvort sem það voru áfangastaðir jarðvangsins eða þjónustuframboðið.Það eru spennandi tímar framundan í ferðaþjónustu á Reykjanesi.