fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

Opnað fyrir umsóknir í Átak til atvinnusköpunar

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Átak til atvinnusköpunar.Í vorúthlutun Átaksins bárust 170 umsóknir og þar af fengu 32 verkefni styrki á bilinu 300.000 – 2.000.000.  Umsóknargátt í Átakið er opin til kl. 12:00 fimmtudaginn 19. september. Umsækjendur eru beðnir um að bíða ekki með það fram á síðustu stundu að sækja um til að forðast of mikið álag á umsóknarkerfið.Styrkir til nýsköpunarverkefna og markaðsaðgerða erlendis
Átakið styður við þróun nýsköpunarhugmynda á fyrri stigum sem hlotið gætu frekari fjármögnun sjóða og fjárfesta sem auk þess að styðja við framkvæmd markaðsaðgerða erlendis í frumkvöðla- og sprotafyrirtækjum. Hér er um að ræða styrkáætlun atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins fyrir nýsköpunarverkefni og markaðsaðgerðir starfandi frumkvöðla- og nýsköpunarfyrirtækja. Nýsköpunarmiðstöð Íslands hefur umsjón með umsóknarferlinu fyrir hönd atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins.
Hér má finna nánari upplýsingar.