Top 10 mistök frumkvöðla
Haukur Guðjónsson stofnandi Búngaló og ritstjóri vefsíðunnar frumkvodlar.is sagði frá 10 helstu mistökum frumkvöðla á hádegisfyrirlestri í Eldey í dag en slíkir fyrirlestar eru í boði fyrir frumkvöðla og sprotafyrirtæki annan hvern þriðjudag.Ferðalag frumkvöðulsins er bæði langt og erfitt. Í því þarf frumkvöðullinn að takast á við verkefni sem hann hefur aldrei fengist við áður og sigrast á áskorunum sem virðast stundum vera ósigranlegar.Haukur tók fyrir algengustu mistökin sem íslenskir einstaklingar lenda í þegar þeir taka sín fyrstu skref í þessu áhugaverða ferðalagi. Það er óhætt að segja að gestir hafi kannasti við flest mistökin og nýttu margir sér tækifærið og leituðu ráða hjá Hauki eftir fyrirlesturinn.