fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

Reykjanes jarðvangur hlýtur Erasmus+ styrk

Reykjanes jarðvangur hefur hlotið verkefnisstyrk uppá rúmar 320 þúsund evrur frá Erasmus+ sem er styrkjaáætlun ESB fyrir mennta- æskulýðs- og íþróttamál. Styrkurinn var afhentur í október en þá hófst jafnframt nýtt tímabil áætluninnar sem stendur frá 2021-2027.

Verkefnið er á sviði leik-, grunn- og framhaldsskóla og nefnist Upcycling as a way to generate less waste and create value-added products in a creative way.

Þetta er fyrsta Evrópuverkefni sem Reykanes jarðvangur leiðir, en verkefnið snýr meðal annars að þróun og miðlun á námsefni fyrir leik- og grunnskóla til að vekja áhuga á loftslagsmálum og endurvinnslu með nýsköpun í huga. Verkefnið fellur vel að áherslum svæðisins í tengslum við hringrásarhagkerfið.

Verkefnið hefst formlega í febrúar 2022 og stendur yfir fram í september 2024.

Daníel Einarsson er verkefnastjóri Reykjanes jarðvangs og kemur til með að leiða verkefnið.

Það er ánægjulegt að finna fyrir þessum stuðningi Landskrifstofunnar við verkefnið og viðurkenning fyrir það þróunarstarf sem jarðvangurinn vinnur að. Við hlökkum til að takast á við verkefnið og mynda betri tengsl inn í skólana á Reykjanesi, en með þessu verkefni höfum við tækifæri til að efla kennslu í náttúru- og raunvísindum og styðja við kennara á svæðinu.

Jarðvangsfyrirtækið Geocamp Iceland er samstarfsaðili í verkefninu og kemur til með að vinna að frekari útfærslu verkefna innan svæðisins með jarðvanginum.

Með þessu verkefni erum við að formgera samstarf Reykjanes jarðvangs og Geocamp Iceland á sviði fræðslumála í jarðvanginum, en við höfum einnig verið í samstarfi við gerð Raungreinabúða á Reykjanesi ásamt Þekkingarsetri Suðurnesja. Auk þess erum við að vinna að verkefni sem snýr að gerð kennsluefnis fyrir jarðfræði í grunnskólum með tékkneskum samstarfsaðilum á vegum EEA sjóðsins. Öll þessi verkefni eiga vonandi eftir að efla áhuga og stuðla að þróun kennslu í jarðvísindum á svæðinu.

Aðrir samstarfsaðilar í verkefninu eru reynsluboltar í verkefnum sem snúa að þróun fræðsluefnis í skólum en þeir eru; Polygonal á Ítalíu, Nefinia í Hollandi, Open Europe á Spáni, Agrupamento de Escolas do Brreiro í Portúgal og Szkola Podstawowa im. Batalionow Chlopskich w Jaslikowie í Póllandi.

Mynd
Fulltrúar verkefnis Reykjaness jarðvangs, Berglind Kristinsdóttir, Daníel Einarsson og Þuríður Halldóra Aradóttir, ásamt Rúnu Vigdísi Guðmarsdóttur, forstöðukonu Landskrifstofu Erasmus+, og Jóni Svani Jóhannssyni, verkefnisstjóra skólahluta.