fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

Samfélagssjóðir auglýsa eftir styrkumsóknum

Margir samfélagssjóðir auglýsa um þessar mundir eftir styrkumsóknum og hvetjum við frumkvöðla og þá sem vilja vinna að menningar- og samfélagsmálum til að kynna sér þá. Hér eru nokkrir þeirra en þeir eru mun fleiri.

Samfélagssjóður EFLU
15. september

EFLA veitir styrki til uppbyggjandi og jákvæðra verkefna, sem nýtast samfélaginu. Markmiðið með styrkjunum er að styðja við framtak einstaklinga og hópa sem stuðla að farsælli þróun samfélagsins, lífsgæðum og fjölbreyttu mannlífi. Sjóðurinn styrkir að jafnaði ekki ferðalög, rekstrar- eða launakostnað. 

Nánar

Samfélagssjóður Landsvirkjunar
30. nóvember

Stefna sjóðsins er að styðja verkefni sem hafa breiða samfélagslega skírskotun og möguleika á að hafa jákvæð áhrif á íslenskt samfélag.

Nánar

Samfélagssjóður HS veitna
30. september

Sjóðurinn styrkir verkefni sem hafa jákvæð áhrif á íslenskt samfélag, lífsgæði og mannlíf. Tekið er á móti umsóknum um styrki frá öllum landshlutum en sérstök áhersla er lögð á að styðja verkefni í nágrannabyggðum starfsstöðva fyrirtækisins. Við val á verkefnum er m.a. litið til þeirra heimsmarkmiða um sjálfbæra þróun sem HS Orka hefur valið fyrir starfsemi sína

Nánar

Samfélagssjóður Byko
1. október

Sjóðurinn styrkir verkefni sem snúa að sjálfbærni í tengslum við umhverfismál, félagsleg mál og stjórnarhætti. Verkefni sem snúa að heilbrigði og hreyfingu í barnastarfi og/eða uppbyggingar í samfélaginu falla vel að markmiðum sjóðsins.

Nánar

Önnur fyrirtæki með samfélagssjóði eru m.a. Landsbankinn, Íslandsbanki, Alcoa, Vís, Isavia, Samkaup, Krónan, Valitor og Aurora.