fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

Uppbyggingarsjóður opnar fyrir umsóknir 15. október

Uppbyggingarsjóður Suðurnesja mun opna fyrir umsóknir um styrki fyrir árið 2024 þann 15. október n.k.

Uppbyggingarsjóður Suðurnesja er hluti af Sóknaráætlun Suðurnesja og er í umsjón Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum. Markmið hans er að styðja við verkefni sem efla fjölbreytileika atvinnulífs á Suðurnesjum, menningarstarfsemi og atvinnuskapandi verkefni á svæðinu.

  • Atvinnuþróunar- og nýsköpunarstyrkir
  • Verkefnastyrkir á menningarsviði
  • Stofn- og rekstrarstyrkir á menningarsviði

Umsóknarfrestur er til 15. nóvember 2023.

Hægt er að skoða úthlutunarreglur og leiðbeiningar við gerð umsókna hér.

Góð umsókn eykur möguleika umsækjenda á að fá styrk úr sjóðnum svo mikilvægt er að vanda vel til verka.

Frekari upplýsingar veitir verkefnastjóri Logi Gunnarsson á netfanginu logi@sss.is og í síma 420 3294.