fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

25. fundargerð Svæðisskipulags Suðurnesja

25. fundur Svæðisskipulagsnefndar Suðurnesja sem haldinn var mánudaginn 23. ágúst 2021, kl. 16:00. Fundurinn er haldinn í fundarsal Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum, Skógarbraut 945, 262 Reykjanesbæ.

Mætt eru: Áshildur Linnet, Guðmundur Pálsson, Fannar Jónasson, Sveinn Valdimarsson, Kristinn Benediktsson, Jón B. Guðnason, Guðlaugur H. Sigurjónsson, Lilja Sigmarsdóttir, Sveinn Valdimarsson, Laufey Erlendsdóttir, Gunnar K. Ottósson, Jón Ben Einarsson, Guðmundur Björnsson og Berglind Kristinsdóttir sem jafnframt ritaði fundargerð.

Áshildur Linnet formaður setti fundin og bauð fundarmenn velkomna.

Dagskrá:

  1. Umsögn um lýsingu á Svæðisskipulagi Suðurnesja.
  2. Tölvupóstur frá Grindavíkurbæ, dags. 25.02.2021.
  3. Bréf frá Sveitarfélaginu Vogum, dags. 26.02.2021.
  4. Bréf frá Reykjanesbæ, dags. 03.03.2021.
  5. Tölvupóstur frá Suðurnesjabæ, dags. 23.08.2021

Búið er að samþykkja lýsinguna í öllum aðildarsveitarfélögum nefndarinnar.

Næstu skref eru:

  • Auglýsa skipulags- og matslýsingu
  • Auglýsing í dagblaði eða á íbúafundi. Kynning á heimasíðum sveitarfélaganna (aðila)
  • Senda á Skipulagsstofnun, umsagnaraðila, aðliggjandi sveitarfélög
  • Kynningartími í 4 vikur

Svæðisskipulagsnefnd Suðurnesja felur formanni og ritara undirbúa auglýsinguna.

  1. Tölvupóstur frá Grindavíkurbæ, dags. 01.06.2021 v. beiðni um umsögn á aðalskipulagsbreytingum í Grindavík.
  2. Tölvupóstur frá ritara Svæðisskipulagsnefndar Suðurnesja dags. 15.06.2021.

Svæðisskipulag Suðurnesja gerir ekki athugasemdir við breytingu á aðalskipulagi Grindavíkur 2018-2032 og nýs deiliskipulags sem gert verður til að skilgreina framkvæmdir sem fyrirhugað er að fara í landi Hrauns og Ísólfsskála til að bæta þjónustu og aðgengi að gosstöðvum í Geldingadölum. Ekki eru heldur gerðar athugasemdir við breytingu á aðalskipulagi vegna tilfærslu hreinsivirkis við Eyjabakka í Grindavík, legu sæstrengs/ljósleiðar og uppbyggingu göngu- og reiðhjólastíga frá íbúðarsvæðum vestast í Grindavík.

  1. Tölvupóstur frá Isavia, dags. 29.04.2021 vegna tillaga að breytingu á aðalsskipulagi Keflavíkurflugvallar og tillögu um breytingu á deiluskipulagi á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli.
  2. Tölvupóstur frá ritara Svæðisskipulagsnefndar Suðurnesja, dags. 02.06.2021.

Svæðisskipulagsnefnd Suðurnesja gerir ekki athugasemdir við tillögu um breytingu á aðalskipulagi Keflavíkurflugvallar og breytingu á deiliskipulagi á öryggissvæði (B) Keflavíkurflugvallar.

  1. Tölvupóstur frá Suðurnesjabæ, dags. 16.03.2021 v. umsagnar um skipulags-og matslýsingu vegna aðalskipulags Suðurnesjabæjar
  2. Svarbréf dags. 23.03.2021, frá formanni og ritara Svæðisskipulagsnefndar Suðurnesja.

Svæðisskipulagsnefnd Suðurnesja gerir ekki athugasemdir við tillögu Suðurnesjabæjar.

  1. Bréf frá Suðurnesjabæ, e.d., vegna umsagnar um lýsingu vegna breytinga á aðalskipulagi Suðurnesjabæjar.

Svæðisskipulagsnefnd Suðurnesja gerir ekki athugasemdir við breytingarnar á aðalskipulagi Suðurnesjabæjar.

  1. Bréf frá Suðurnesjabæ, dags. 18.02.2021 vegna beiðni HS veitna um framlengda vatnsvernd fyrir Árnarétt.

Svæðisskipulagsnefnd Suðurnesja tekur undir bókun Suðurnesjabæjar að afmarka vatnsverndarsvæði í Árnarétt í nýju aðalskipulagi fyrir Suðurnesjabæ með fullum nýtingarmöguleikum út skipulagstímann, jafnframt að hið sama verði gert við endurskoðun á Svæðisskipulagi Suðurnesja.

  1. Önnur mál.

Ekki er fleira tekið fyrir og fundi slitið kl. 16:40.