3. Fundargerð Svæðisskipulags Suðurnesja
3. fundur svæðisskipulagsnefndar Suðurnesja sem var haldinn miðvikudaginn 22. apríl 2015, kl. 14:30. Fundurinn var haldinn á Skrifstofu Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum, Skógarbraut 945, 235 Reykjanesbær.
Mætt eru: Áshildur Linnet, Ólafur Þór Ólafsson, Kjartan Már Kjartansson, Sveinn Valdimarsson, Magnús Stefánsson, Ásgeir Eiríksson, Anna Margrét Tómasdóttir, Guðlaugur Sigurjónsson, Einar Jón Pálsson, Marta Sigurðardóttir, Róbert Ragnarsson, Jón Emil Halldórsson, Kristinn Benediktsson, Jón B. Guðnason, Guðmundur Björnsson og Berglind Kristinsdóttir sem jafnframt ritaði fundargerð.
Gestir undir fyrsta lið voru þau Ármann Halldórsson, Jón Ben Einarsson, Hrafnkell Gíslason, Björn Lárusson og Guðmunda Áslaug Geirsdóttir.
Formaður setti fundin og bauð fundarmenn velkomna.
Dagskrá:
1. Kynning frá Póst- og fjarskiptastofnun.
Hrafnkell Gíslason kynnti stefnu Póst- og fjarskiptastofnunar um uppbyggingu innviða fjarskipta. Farið var yfir 4 þrepa nálgun sem er á samkeppnisforsendum, nýttri samlegð og samstarfi, alþjónustu og ríkisstyrkjum. Bent var á mikilvægi þess að byggja samhliða upp veitur og fjarskiptainnviði. Hrafnkell sagði frá því hvað fælist í alþjónustu. Að lokum greindi hann frá helstu atriðum sem komið hafa á borð starfshóps Innanríksráðherra, m.a. um að eitt af markmiðum alþjónustu sé að 100Mb/s verði boði um allt land. Verkefnið hefur verið skilgreint sem átaksverkefni á landsvísu til 6 ára (2015-2020). Rætt hefur verið um 3 leiðir til þess að ná þessum markmiðum en þær eru eftirfarandi:
• Sveitarfélagaleið
• Samstarfsleið – landsátak í samvinnu ríkis og sveitarfélaga (tillaga starfshóps)
• Ríkisleið
Erindi Guðmundu Á. Geirsdóttur fjallaði um leiðbeiningar á uppbyggingu ljósleiðaraneta og ríkisaðstoðarregla EES. Farið var yfir það verklag sem þarf að vinna eftir við uppbyggingu ljósleiðaraneta. Rætt var um nauðsyn þess að kortleggja núverandi stöðu svo hægt væri að bæta úr þar sem þörf væri á.
Svæðisnefnd Suðurnesja óskar eftir því að Póst og Fjarskiptastofnun kortleggi Suðurnesin í heild sinni svo hægt sé að staðsetja með nákvæmum hætti þá staði sem þurfa á úrbótum. Formanni falið að senda erindi þess efnis til PFS.
2. Undirritun fundargerðar frá 5.febrúar 2015.
Fundargerð hafði verið send nefndarmönnum með rafrænum hætti fyrir fundinn. Var hún samþykkt samhljóða.
3. Erindi frá Sandgerðisbæ, dags. 04.03.2015 v. breytinga á aðalskipulagi Sandgerðisbæjar.
Svæðisskipulagsnefndin gerir ekki athugasemdir við tillögu Sandgerðisbæjar og telur að hún falli að svæðisskipulagi Suðurnesja
4. Endurskoðun Svæðisskipulags Suðurnesja.
a) Bréf frá Grindavíkurbæ, dags. 02.03.2015.
b) Bréf frá ISAVIA, dags. 27.02.2015.
c) Bréf frá Landhelgisgæslunni, dags. 09.03.2015.
d) Bréf frá Sveitarfélaginu Garði, dags. 19.03.2015.
Samkvæmt 2. fundargerð Svæðisskipulagsnefndar Suðurnesja var óskað eftir ábendingum frá hlutaðeigandi um hvort þörf væri á endurskoðun Svæðisskipulags Suðurnesja. Svör frá ofangreindum aðilum hafa borist nefndinni.
Grindavík leggur til í svarbréfi sínu að vatnsverndarsvæði verði endurskoðað með það að leiðarljósi að auka vatnsöryggi á Suðurnesjum.
Í svarbréfi ISAVIA kemur fram að skipulagsnefnd Keflavíkurflugvallar telji að eins og mál standa nú sé ekkert sem kalli á endurskoðun svæðisskipulagsins en benda jafnframt á að þegar vinnu við nýtt aðalskipulag Keflavíkurflugvallar lýkur og áður en það tekur gildi þurfi að breyta atriðum í svæðisskipulagi Suðurnesja m.a. er varða legu flugbrauta.
Landhelgisgæslan og sveitarfélagið Garður telja ekki þörf á endurskoðun.
Öll nefndin tekur undir ábendingar Grindavíkur um að endurskoða þurfi vatnsverndarsvæði á Suðurnesjum. Nauðsynlegt sé að vinna þá endurskoðun í samstarfi við Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja. Jafnframt sé afar mikilvægt að fá álit frá Skipulagsstofnun.
Formanni falið að óska eftir gerð kostnaðarmats vegna málsins og verður það lagt fyrir á næsta fundi nefndarinnar sem haldinn verður 27.maí, kl. 15:00.
5. Önnur mál.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl.16:10.