441. fundur SSS 7. júlí 1998
Árið 1998 er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum þriðjudaginn 7. júlí kl. 15.00.
Mætt eru: Jón Gunnarsson, Sigurður Jónsson, Hallgrímur Bogason, Óskar Gunnarsson, Drífa Sigfúsdóttir, Guðjón Guðmundsson og Jóhanna M. Einarsdóttir ritari.
Dagskrá:
- Fundargerð Bláfjallanefndar dags. 20/5 1998 lögð fram og samþykkt.
- Fundargerðir Launanefndar S.S.S. frá 3/6, 25/6, 30/6 og 1/7 1998 lagðar fram og samþykktar.
- Fundargerðir Starfskjaranefndar S.S.S. og S.F.S.B. frá 8/6 og og 12/6 1998.
Rætt var sérstaklega um 3. og 4. mál í fundargerð frá 12/6.
Haft var samband við Lúðvík Hjalta hjá Launanefnd Sambands ísl. sveitarfélaga í framhaldi af því telur stjórn S.S.S. ekki efni til að taka upp gildandi kjarasamninga.
- Bréf dags. 23/6 1998 frá Jóhanni Einvarðssyni framkv.stj. Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja þar sem óskað er eftir tilnefningu 3 fulltrúa frá sveitarstjórnunum ásamt jafnmörgum varamönnum í stjórn Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja. Afgreiðslu frestað en Hallgrími Bogasyni og Sigurði Jónssyni falið að ræða við fulltrúa í bæjarstjórn Reykjanesbæjar.
- Bréf dags. 11/6 1998 frá Reykjanesbæ varðandi afgreiðslu fundargerðar S.S.S. 28/5 1998 þar sem eftirfarandi var bókað: “ Til máls tók Ellert Eiríksson en gerði fyrirvara um 1. mál frá 28/5 um að ekki komi til fjárveitingar úr bæjarsjóði vegna málsins. Tóku aðrir bæjarfulltrúar einhuga undir fyrirvarann. Til máls tók Kristmundur Ásmundsson. Fundargerðirnar samþykktar 11-0 að öðru leyti.”
- Bréf dags. 11/7 1998 frá Sambandi ísl. sveitarfélaga varðandi landsþing sem haldið verður 26-28. ágúst á Akureyri. Ákveðið að fela framkvæmdastjóra að kanna áhuga hjá Suðurnesjafulltrúum á landsþing um að hittast á 1. fundi fyrir landsþing.
- Bréf dags. 5/6 1998 frá SASS þar sem tilkynnt er að aðalfundur SASS verður 18.-19. September.
- Bréf dags. 10/6 1998 frá SSNV þar sem tilkynnt er að aðalfundur SSNV verður 21. og 22. ágúst.
9. Stofnun sameiginlegs vinnuhóps samnings við Charente-Maritimehéraðs. Samþykkt að skipa formann, varaformann og framkvæmdastjóra S.S.S. jafnframt er óskað eftir að Friðjón Einarsson framkv.stj. MOA taki sæti í vinnuhópnum.
- Aðalfundur S.S.S.
Farið yfir hugmyndir að dagskrá og tímalengd fundarins rædd. Bæði rætt um 1 og 1 ½ dags fund, niðurstaðan er 1 ½ dags fundur. Nefndinni falið að ganga frá dagskrá fundarins.
- Samstarf sveitarfélaganna á Suðurnesjum.
Ákvörðun um framhald undirbúningvinnu fyrir aðalfund. Formanni falið að vinna fyrstu drög fyrir næsta stjórnarfund. Óskar Gunnarsson og Sigurður Jónsson véku af fundi.
- Sameiginleg mál.
Drífa Sigfúsdóttir sagði frá vinnu landshlutanefndar um málefni fatlaðara
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17.35