fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

441. fundur SSS 7. júlí 1998

            Árið 1998 er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum þriðjudaginn 7. júlí kl. 15.00.

 

            Mætt eru:  Jón Gunnarsson, Sigurður Jónsson, Hallgrímur Bogason, Óskar Gunnarsson, Drífa Sigfúsdóttir, Guðjón Guðmundsson og Jóhanna M. Einarsdóttir ritari.

 

Dagskrá:

 

 1. Fundargerð Bláfjallanefndar dags. 20/5 1998 lögð fram og samþykkt.

 

 1. Fundargerðir Launanefndar S.S.S. frá 3/6, 25/6, 30/6 og 1/7 1998 lagðar fram og samþykktar.

 

 1. Fundargerðir Starfskjaranefndar S.S.S. og S.F.S.B. frá 8/6 og og 12/6 1998.

Rætt var sérstaklega um 3. og 4. mál í fundargerð frá 12/6.

Haft var samband við Lúðvík Hjalta hjá Launanefnd Sambands ísl. sveitarfélaga í framhaldi af því telur stjórn S.S.S. ekki efni til að taka upp gildandi kjarasamninga.

 

 1. Bréf dags. 23/6 1998 frá Jóhanni Einvarðssyni framkv.stj. Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja þar sem óskað er eftir tilnefningu 3 fulltrúa frá sveitarstjórnunum ásamt jafnmörgum varamönnum í stjórn Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja.  Afgreiðslu frestað en Hallgrími Bogasyni og Sigurði Jónssyni falið að ræða við fulltrúa í bæjarstjórn Reykjanesbæjar.

 

 1. Bréf dags. 11/6 1998 frá Reykjanesbæ varðandi afgreiðslu fundargerðar S.S.S. 28/5 1998 þar sem eftirfarandi var bókað:  “ Til máls tók Ellert Eiríksson en gerði fyrirvara um 1. mál frá 28/5 um að ekki komi til fjárveitingar úr bæjarsjóði vegna málsins.  Tóku aðrir bæjarfulltrúar einhuga undir fyrirvarann.  Til máls tók Kristmundur Ásmundsson.  Fundargerðirnar samþykktar 11-0 að öðru leyti.”

 

 1. Bréf dags. 11/7 1998 frá Sambandi ísl. sveitarfélaga varðandi landsþing sem haldið verður 26-28. ágúst á Akureyri.  Ákveðið að fela framkvæmdastjóra að kanna áhuga hjá Suðurnesjafulltrúum á landsþing um að hittast á 1. fundi fyrir landsþing.

 

 1.  Bréf dags. 5/6 1998 frá SASS þar sem tilkynnt er að aðalfundur SASS verður 18.-19. September.

 

 1. Bréf dags. 10/6 1998 frá SSNV þar sem tilkynnt er að aðalfundur SSNV verður 21. og 22. ágúst.

 

9.       Stofnun sameiginlegs vinnuhóps samnings við Charente-Maritimehéraðs.  Samþykkt að skipa formann, varaformann og framkvæmdastjóra S.S.S.  jafnframt er óskað eftir að Friðjón Einarsson framkv.stj. MOA taki sæti í vinnuhópnum.

 

 1. Aðalfundur S.S.S.

Farið yfir hugmyndir að dagskrá og tímalengd fundarins rædd.  Bæði rætt um 1 og 1 ½ dags fund, niðurstaðan er 1 ½  dags fundur.  Nefndinni falið að ganga frá dagskrá fundarins.

 

 1. Samstarf sveitarfélaganna á Suðurnesjum. 

Ákvörðun um framhald undirbúningvinnu fyrir aðalfund.  Formanni falið að vinna fyrstu drög fyrir næsta stjórnarfund.  Óskar Gunnarsson og Sigurður Jónsson véku af fundi.

 

 1. Sameiginleg mál.

Drífa Sigfúsdóttir sagði frá vinnu landshlutanefndar um málefni fatlaðara

 

 

 

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17.35