fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

442. fundur SSS 13. ágúst 1998

 Árið 1998 er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum fimmtudaginn 13. ágúst  kl. 15.00.

Mætt eru:  Jón Gunnarsson, Sigurður Jónsson, Hallgrímur Bogason, Óskar Gunnarsson, Drífa Sigfúsdóttir, Guðjón Guðmundsson og Jóhanna M. Einarsdóttir ritari.

Dagskrá:

1. Fundargerðir launanefndar SSS frá 6/7, 6/7, 9/7, 14/7, 15/7, 21/7, og 22/7 1998 lagðar fram og samþykktar.

2. Bréf dags. 14/7 ´98 frá Skógræktarfélagi Hafnarfjarðar, þar sem þess er farið á leit við SSS að það styrki útgáfu “þallar”.  Stjórnin sér ekki fært að verða við erindinu.

3. Bréf dags. 24/7 ´98 frá Þroskahjálp á Suðurnesjum, þar sem óskað er eftir styrk til að sækja ráðstefnu (12. heimsfund Inclusion Inernational) sem haldinn verður í Haag í Hollandi 23. –28. ág. nk.  Samþykkt að styrkja Þroskahjálp á Suðurnesjum um kr. 100.000.- vegna þessa.

4. Bréf dags. 15/7 ´98 frá Félagsmálaráðuneytinu, varðandi tilnefningu í svæðisráð skv. lögum nr. 13/1997 um vinnumarkaðsaðgerðir.                Samþykkt að tilnefna:     Guðmund Pétursson  Reykjanesbæ,  Önnu Maríu Sigurðardóttur Grindavík.     Til vara:  Ragnheiði Júlíusdóttur Reykjanesbæ og Gunnar Sigfússon Sandgerði.

5. Bréf dags. 15/7 ´98 og 31/7 ´98 frá Samb.ísl. sveitarfélaga, varðandi stofnaðild að Lífeyrissjóði starfsmanna  sveitarfélaga.  Sveitarfélögin á Suðurnesjum hafa öll ákveðið stofnaðild að Lífeyrissjóði starfsmanna sveitarfélaga.  Ákveðið að óskað verði eftir stofnaðild fyrir sameingilega reknar  stofnanir sveitarfélaganna á Suðurnesjum.

6. Bréf dags. 10/7 ´98 frá Samb.ísl. sveitarfélaga varðandi ferlimál fatlaðra.  Ákveðið að framsenda erindið til ferlinefndar fatlaðra.

7. Bréf dags. 16/7 ´98  frá Samb.ísl. sveitarfélaga varðandi kostnað við skólagöngu nemenda utan lögheimilis sveitarfélags, lagt fram.

8. Bréf (afrit) dags. 16/7 ´98 frá SSA ásamt ályktun varðandi byggðamál, lagt fram.

9. Bréf dags. 16/7 ´98 frá SSNV  þar sem tilkynnt er að 6. ársþing  SSNV verður haldið 21.  og  22. ágúst nk. á Blönduósi.

10. Bréf dags. 5/8 ´98 frá Eyþingi þar sem boðið er að senda fulltrúa  á aðalfund Eyþings á Húsavík 3. og 4. september nk.

11.  Bréf dags. 8/7 ´98 frá “Verkefnisstjórn staðardagskrá 21” lagt fram.

12. Afstaða sveitarstjórna varðandi bréf SSS frá 22/5 ´98.  Svör hafa borist frá Vogum, Reykjanesbæ, Sandgerðisbæ og Grindavík .  Þau hafa öll framlengt umboð fulltrúa sinna nema Garður sem tilnefnt hefur sína fulltrúa til áramóta með breytingum.

13. Bréf dags. 16/7 ´98 frá Reykjanesbæ, þar sem bæjarráð óskar eftir að aðalfundur SSS verði frá hádegi á föstudegi og ljúki á  hádegi laugardag daginn eftir sjá 18. mál.

14. Bréf dags. 23/7 ´98 frá Reykjanesbæ, þar sem fram kemur afstaða Reykjanesbæjar til frumhugmynda stjórnar SSS.
Í framhaldi af afgreiðslu Reykjanesbæjar á frumhugmyndum stjórnar SSS um skipulagsbreytingar samstarfsverkefna, sem einungis hafa verið kynntar sveitarstjórnum óformlega til þessa, ákveður stjórnin að boða til sambandsfundar um málið á Flughóteli í Reykjanesbæ, fimmtudaginn 20. ágúst nk., kl 18:00.

Á fundinum verður fjallað um þær frumhugmyndir sem fyrir liggja og kallað eftir umræðum um þær.  Eins og fram kemur í fundargerð stjórnar SSS frá 7. júlí sl. dagskrl. 8, þá var formanni stjórnar falið að vinna drög að breytingum fyrir næsta stjórnarfund og í framhaldi af því var fyrirhuguð formleg kynning á málinu í sveitarstjórnum.  Formleg afgreiðsla tillagna átti síðan að fara fram á aðalfundi SSS í sept. nk.

Í ljósi þeirrar atburðarásar sem fyrir liggur, telur stjórnin nauðsynlegt að formleg kynning á málinu, fyrir sveitarstjórnir á svæðinu, fari fram nú þegar, áður en frekari vinna verði lögð í tillögugerð um málið.

15. Verksamningur um D-álmu.  Verksamningurinn lagður fram, samþykktur og undirritaður á fundinum af hálfu SSS.

16. Fundur 27/7 ´98 um kynningu nýrra laga um hollustuhætti og mengunarvarnir.  Framkvæmdastjóri sagði frá fundinum.

17. Drög að ársreikningi SSS 1997.  Drögin að ársreikningi SSS 1997 lögð fram á fundinum og kynnt.

18. Aðalfundur SSS 1998 20ára afmæli SSS.  Lögð fram drög að dagskrá aðalfundarins.  Gert er ráð fyrir að fundur hefjist kl. 13.00 á föstudegi og ljúki kl. 15.00 á laugardag 12. sept.

19. Sameiginleg mál. 
Tilnefning í stjórn Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja.
Ákveðið að tilnefna:

Aðalmaður: Böðvar Jónsson, bæjarfulltrúi Reykjanesbæjar
Varam:  Björk Guðjónsdóttir, bæjarfulltrúi Reykjanesbæjar

Aðalmaður: Ómar Jónsson, bæjarfulltrúi Grindavíkur
Varam:  Sigurður Jónsson, sveitarstjóri Garði

Aðalmaður. Jórunn Guðmundsdóttir, Sandgerði
Varam.  Þóra Bragadóttir, oddviti Vatnsleysustr.hrepps

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17.45.