fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

440 fundur SSS 28. maí 1998

            Árið 1998, er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum fimmtudaginn 28. maí kl. 17.00..

 

Mætt eru:  Jón Gunnarsson, Óskar Gunnarsson, Hallgrímur Bogason, Guðjón Guðmundsson framkv.stj., Sigurður Jónsson og Drífa Sigfúsdóttir.

 

Dagskrá:

 

1.      Bréf dags. 15.05.98 frá franska sendiráðinu ásamt drögum að ramma-samningi um samvinnu. (Framh. síðasta fundar).

          Á fundinn mætti Jón Björn Skúlason, atvinnumálaráðgjafi og lagði fram skriflega umsögn og gerði grein fyrir málinu.

          Umsögn MOA er jákvæð og er það mat þeirra að samningurinn geti orðið lyftistöng fyrir atvinnulífið á Suðurnesjum ef vel tekst til.

Það er mat MOA að kostnaður við verkefnið geti orðið 500 – 700 þús kr. á ári.  Þar sem ljóst er að af samstarfinu getur ekki orðið nema á svæðisvísu og einnig  að kostnaður mun ekki falla á sveitarfélögin vegna aukinna fjárframlaga frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga samanborið við fjárhags-áætlun ársins, samþykkir stjórnin að taka þátt í verkefninu og fela formanni að undirrita viljayfirlýsingu þess efnis.

 

2.      Samstarf sveitarfélaganna á Suðurnesjum.

Farið var yfir fundi fulltrúa meiri og minni hluta sveitarstjórna á Suðurnesjum sem haldinn var á Flug hóteli 7. maí s.l. þar sem allir mættir fulltrúar tjáðu sig og lýstu yfir jákvæðum viðhorfum til þeirra hugmynda sem kynntar voru um framtíðarskipan samstarfsverkefna sveitarfélaganna á Suðurnesjum.

Í  ljósi viðbragða á fundinum samþykkti stjórnin að halda vinnunni áfram.

 

3.      Stefna bæjarins í Hafnarfirði á hendur ríkinu og til réttargæslu Héraðs-nefndar Suðurnesja vegna afsals á jörðinni Krísuvík og Stóra Nýjabæ.

          Þar sem jarðirnar sem um ræðir eru í Grindavík samþykkti stjórnin að ræða við bæjarstjórn Grindavíkur um málið.

 

 

4.      Sameiginleg mál.

          Farið var yfir þær nefndir sem S.S.S. skipar í.

          Framkvæmdastjóri fór yfir framkvæmdir við húsnæði S.S.S. að Fitjum.

 

 

Fleira ekki gert.  – Fundi slitið kl. 18.45.