fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

439. fundur SSS 21. maí 1998

 Árið 1998 er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum fimmtudaginn 21. maí kl. 10.00.

Mætt eru:  Jón Gunnarsson, Sigurður Jónsson, Hallgrímur Bogason, Óskar Gunnarsson, Drífa Sigfúsdóttir, Guðjón Guðmundsson framkv.stj. og Jóhanna M. Einarsdóttir.

Dagskrá:

1. Fundargerð Bláfjallanefndar dags. 29/4 1998, lögð fram og samþykkt.

2. Fundargerðir Launanefndar S.S.S. frá 20/4, 29/4, 4/5, 11/5 og 18/5 1998 lagðar fram og samþykktar.

3. Fundargerð Starfskjaranefndar S.S.S. og S.F.S.B. frá 21/4 1998 lögð fram og samþykkt.

4. Bréf dags. 20/4 1998 frá Kvenfélagasambandi Gullbringu- og Kjósarsýslu þar sem þess er farið á leit að starfsemin verði styrkt með fjárframlagi.  Samþykkt kr. 10.000.00.

5. Bréf dags. 21/4 1998 frá Vatnsleysustrandarhreppi varðandi samning um B.S. lagt fram.

6. Bréf dags. 28/4 1998 frá Sambandi ísl. sveitarfélaga varðandi endurskoðun laga um landamerki, lagt fram.

7. Bréf dags. 8/5 1998 frá Reykjanesbæ þar sem bæjarráð óskar eftir umsögn varðandi endurskoðun laga um landamerki, lagt fram.

8. Bréf móttekið 8/5 1998 frá Sandgerðisbæ varðandi bréf H.E.S. um ný lög um hollustuhætti og mengunarvarnir.
Stjórnin samþykkir að leita eftir því hver kostnaður hefur verið hjá sveitarfélögunum s.l. 4 ár.  Stjórnin beinir því til HES að þeir haldi áfram að sinna lögbundnum skyldum sínum þrátt fyrir aukinn kostnað.

9. Bréf dags. 6/5 1998 frá Vatnsleysustrandarhreppi varðandi bréf H.E.S. um ný lög um hollustuhætti og mengunarvarnir.  Afgreiðsla sbr. 8. lið.

10. Bréf dags. 16/4 1998 frá Sambandi ísl. sveitarfélaga varðandi gjaldskrá fyrir mengunar- og heilbrigðiseftirlit í Reykjavík.  Bréfinu vísað til stjórnar H.E.S.

11. Bréf dags. 4/5 1998 frá Landgræðslu ríkisins þar sem fram kemur að yfirstandandi ár verður Landgræðslunni fjárhagslega erfitt og því er farið fram á svipað framlag og verið hefur svo komist verði hjá að skerða þau brýnu verkefni sem við viljum takast á við á Suðurnesjum.  Alls er farið fram á kr. 1.290 þús á árinu 1998.
S.S.S. sér sér ekki fært að víkja frá fjárhagsáætlun þar sem gert var ráð fyrir að styrkja  ákveðin verkefni um kr. 500 þús.  Að öðru leiti er erindinu vísað til sveitarstjórnanna um frekari fjárframlög.

12. Bréf dags. 11/4 1998 frá Landgræðslu ríkisins varðandi fjárbeit og upprekstur á Reykjanesskaga lagt fram.

13. Bréf (afrit) dags. 5/5 1998 frá S.S.A.   Lagt fram.

14. Bréf (afrit) 5/5 1998 frá S.S.N.V.  Lagt fram.

15. Frá Alþingi:
a)  Bréf dags. 22/4 1998 frá menntamálanefnd Alþingis ásamt frumvarpi til laga um jöfnun námskostnaðar, 645. mál.
Stjórnin tekur ekki afstöðu.

b)  Bréf dags. 7/5 1998 frá Sjávarútvegsnefnd Alþingis ásamt frumvarpi til laga um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands, 651. mál.
Stjórnin tekur ekki afstöðu.

c)  Bréf dags. 12/5 1998 frá umhverfisnefnd Alþingis ásamt tillögu til þingsályktunar um PCB og önnur þrávirk lífræn efni, 535. mál.
Stjórnin mælir með samþykkt þingsályktunarinnar.

16. Bréf dags. 15/5 1998 frá franska sendiráðinu ásamt drögum að rammasamningi um samvinnu (Framh. síðasta fundar).  Formaður gerði grein fyrir viðræðum við viðskiptafulltrúa franska sendiráðsins og lagði fram uppkast að viljayfirlýsingu milli héraðsstjórnar  Charente Maritime og stjórnar S.S.S.  Farið yfir yfirlýsingu og ákveðið að óska eftir umsögn frá MOA þar sem starfsmaður MOA hefur heimsótt héraðið í Frakklandi.  Ákveðið að afgreiða málið í næsta viku.

17. Samstarf sveitarfélaganna á Suðurnesjum (framhald).
Stjórn SSS hefur á undanförnum vikum verið að vinna að tillögum um breytta stjórnskipan samstarfsverkefna sveitarfélaganna á Suðurnesjum.  Fyrstu tillögur hafa litið dagsins ljós, en þó er eftir talsverð vinna við fullnaðarfrágang þeirra.  Tillögurnar byggjast á því að í stað margra stjórna samstarfsverkefna verði einungis um að ræða eina stjórn sem fer með málefni þeirra allra.  Full samstaða er í stjórn SSS um þær tillögur sem þegar liggja fyrir og munu þær verða lagðar fyrir aðalfund SSS til afgreiðslu í september nk.

Í framhaldi af ofanrituðu og með tilvísan í að enn á eftir að fullmóta tillögurnar, þá fer stjórn SSS fram á það við sveitar- og bæjarstjórnir að tekið verði tillit til þessarar skipulagsvinnu þegar skipað verður í nefndir, stjórnir og ráð að afloknum komandi sveitarstjórnarkosningum.  Þetta verði gert með þeim hætti að annaðhvort framlengi sveitarstjórnir umboð núverandi stjórnarmanna í stjórnunum, eða skipi nýja stjórnarmenn aðeins til áramóta.

Þegar tillögurnar liggja endanlega fyrir verður nauðsynlegt að endurskoða allar samþykktir samrekinna stofnana- og fyrirtækja og verður það gert á árs/aðalfundum viðkomandi stofnunar/fyrirtækis.

Stjórnin er þess fullviss að þessi vinna við endurskoðun stjórnskipulags samstarfsins mun leiða af sér tillögur sem munu gera allt starf mun skilvirkara en nú er og afgreiðsla einstakra mála verði hraðari en nú er.

Það er von stjórnarinnar að sveitar- og bæjarstjórnir sjái sér fært að verða við þessu erindi, þannig að stjórninni gefist tími fram að aðalfundi í september til að klára vinnu sína og geti skilað vönduðum og vel ígrunduðum tillögum.

18. Tillögur um skiptingu safnvegafjár.
Samþykkt að leggja til við Vegagerð ríkisins að fjármunir safnvegasjóðs gangi til að merkja safnvegi á svæðinu á þessu ári.

19. Sameiginleg mál.
Framkvæmdastjóri sagði frá framkvæmdum við skrifstofuhúsnæði á Fitjum og fór yfir þörf á skrifstofuhúsgögnum.  Framkvæmdastjóra falið að leggja fram tillögur í málinu á næsta fundi.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 11.50.