fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

438. fundur SSS 4. maí 1998

Árið 1998, er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum mánudaginn 4. maí, kl. 15.00.

Mætt eru:  Jón Gunnarsson, Sigurður Jónsson, Óskar Gunnarsson og Drífa Sigfúsdóttir.

Dagskrá:

1. Fyrir lá fundarerð Launanefndar S.S.S. dags. 29.04.98, þar sem launanefnd leggur til við stjórn S.S.S. að afturkalla umboð launanefndar Samb. ísl. sveitarfélaga til samningagerðar við FÍN um kjör starfsmanna HES.
Stjórnin samþykkti fundargerðina.

2. Samstarf sveitarfélaganna á Suðurnesjum.
Eftir ítarlega umræðu var samþykkt að boða til samráðsfundar með oddvitum þeirra framboða sem nú eiga sæti í sveitarfélögunum á Suðurnesjum ásamt bæjar- og sveitarstjórum.
Fundurinn verði fimmtudaginn 7. maí kl. 20.00 á Flug¬hóteli.

3. Fyrir lá óformleg fyrirspurn frá franska sendiráðinu um hvort S.S.S. hefði áhuga á að koma á tengslum við sýslustjórn Coneil General De Charente Maritime.
Framkvæmda¬stjóra falið að kanna málið nánar.

Fleira ekki gert – Fundi slitið kl. 16.40.