fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

457. fundur SSS 25. mars 1999

Árið 1999, er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum fimmtudaginn 25. mars kl. 15.00.

Mætt eru:  Skúli Skúlason, Sigurður Jónsson, Þóra Bragadóttir, Óskar Gunnarsson, Sverrir Vilbergsson, Guðjón Guðmundsson og Jóhanna M. Einarsdóttir ritari.

Dagskrá:

1. Fundargerðir Bláfjallanefndar frá 11/2 og 11/3 1999 lagðar fram og samþykktar.

2. Fundargerðir Launanefndar S.S.S. nr. 218-222 lagðar fram og samþykktar.

3. Fundargerð starfskjaranefndar SFSB og SSS frá 24/2 1999 lögð fram og samþykkt.

4. Fundargerð Öldrunarnefndar Suðurnesja frá 15/3 1999 lögð fram.

5. Bréf dags. 16/2 1999 frá menntamálaráðuneytinu ásamt svari menntamálaráðherra við fyrirspurn um útsendingarstyrk.

6. Bréf dags. 3/3 1999 frá Samb. ísl. sveitarfélaga þar sem tilkynnt er að fulltrúaráðsfundur verði haldinn 16/4 og 17/4.

7. Bréf dags. 17/3 1999 frá Sambandi ísl. sveitarfélaga varðandi „dag umhverfisins“  25. apríl n.k.  Lagt fram.

8. Bréf dags. 18/2 1999 frá Reykjanesbæ varðandi tilnefningu í framkvæmdaráð vegna undirbúnings kristnihátíðar í Kjalarnesprófastsdæmis.
Tilnefnd Björk Guðjónsdóttir, Reykjanesbæ.

9. Bréf dags. 4/3 1999 frá Reykjanesbæ ásamt umsögn Jóns Sveinssonar hrl. um túlkun á 8. gr. samþykkta S.S.S.  Lagt fram.

10. Bréf dags. 19/2 1999 frá Bráðamengunarnefnd Umhverfisráðuneytis.  Lagt fram.

11. Bréf dags. 12/3 1999 frá umhverfisráðuneyti varðandi norræna ráðstefnu um umhverfismál og atvinnumál.  Lagt fram.

12. Bréf dags. 5/3 1999 frá Expo Islandia varðandi sýningu sem hlotið hefur heitið Expo Islandia  99, þjóðfundur um framtíðarsýn.  Lagt fram.

13. Bréf dags. 1/3 frá Byggðastofnun varðandi sýninguna Þjóðfundur um framtíðarsýn.  Lagt fram.

14. Bréf dags. 2/3 1999 frá allsherjarnefnd Alþingis ásamt tillögu til þingsályktunar um fjárvinnslustörf á landsbyggðinni 270. mál.  Stjórnin gerir ekki athugasemd við þingsályktunina.

15. Yfirfærsla málefna fatlaðra – framhald verkefnisins.
Samþykkt að láta vinna skýrslu á grundvelli bréfs dags. 3/3 1999 frá Samtökum sveitarfélaga á Höfuðborgarsvæðinu.

16. Samningar við Félag ísl. hjúkrunarfræðinga.
Stjórnin samþykkir samninginn og veður samningurinn kynntur í stjórn D.S.

17. Trjágróður á Suðurnesjum.
Ósk um að sveitarfélögin komi að þessu verkefni með fjárstuðningi.  Samþykkt að styrkja verkefnið með auglýsingu.

18. Tilnefning í starfsmatsnefnd.
Brynjólfur Guðmundsson hefur óskað eftir að vera leystur frá störfum í nefndinni vegna anna.  Stjórnin þakkar honum góð störf.  Tilnefnd í hans stað Áslaug Húnbogadóttir.

19. Tilnefning í Heilbrigðisnefnd Suðurnesja.

 
Frá Reykjanesbæ:  Ragnar Örn Pétursson aðalmaður
      Sigurlaug Björnsdóttir varamaður
 
Frá Grindavík:   Garðar Vignisson aðalmaður
   “   Ingibjörg Reynisdóttir varamaður

  Frá Sandgerði:   Sveinbjörn Guðmundsson aðalmaður
   “   Guðrún Arthúrsdóttir varamaður

  Frá Gerðahreppi:  Hulda Matthíasdóttir aðalmaður
   “   Rafn Guðbergsson varamaður

  Frá Vatnsleysustrandarhr.: Anna Hulda Friðriksdóttir aðalmaður
   “   Finnbogi Kristinsson varamaður

20. Hugmyndir að stofnun Náttúruverndarnefndar Suðurnesja.
Stjórn S.S.S. samþykkir stofnun Náttúruverndarnefndar Suðurnesja og óskar eftir tilnefningum frá sveitarfélögunum.

21. Hugmyndir að rannsóknum og fækkun vargfugls.  Lögð fram gögn um málið. Stjórnin óskar eftir að Heilbrigðiseftirlitið fari yfir málið og skaðsemi hans á starfssvæði eftirlitsins og hugsanlegar úrbætur.

22.     Sameiginleg mál.
Stefnt er að halda sambandsfund fimmtudaginn 20. maí um kjaramál sveitarfélaganna.  Sigurði Jónssyni og Guðjóni Guðmundssyni falið að vinna að málinu.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17.00.