fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

458. fundur SSS 29. apríl 1999

 Árið 1999 er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum fimmtudaginn 29. apríl kl. 15.00.

Mætt eru: Skúli Skúlason, Sigurður Jónsson, Óskar Gunnarsson, Þóra Bragadóttir, Hallgrímur Bogason, Guðjón Guðmundsson og Jóhanna M. Einarsdóttir ritari.

Dagskrá:

1. Fundargerð Öldrunarnefndar frá 24/3 1999 lögð fram.

2. Fundargerð Starfskjaranefndar 21/4 1999 lögð fram og samþykkt.

3. Bréf dags. 6/4 1999 frá Ríkisútvarpinu þar sem tilkynnt er að settur verði upp nýr sjónvarpssendir í Keflavík.  Stjórnin fagnar því að fundin verði viðunandi lausn á málinu.

4. Bréf dags. 6/4 1999 frá samgönguráðuneytinu þar sem óskað er eftir tilnefningu aðal- og varamanns í umsjónarnefnd fólksbifreiða á Suðurnesjum.  Tilnefningu frestað til næsta fundar.

5. Bréf dags. 7/4 1999 frá umhverfisráðuneytinu þar sem óskað er eftir tilnefningu í samvinnunefnd miðhálendis.  Eftir viðræður við SSH er ákveðið að stjórn S.S.S. tilnefni varamann í nefndina.  Tilnefndur varamaður Guðjón Guðmundsson.

6. Bréf (afrit) dags. 11/4 1999 frá umhverfisráðuneytinu varðandi náttúrustofu í Reykjaneskjördæmi.

7. Bréf dags. 7/4 1999 frá Reykjanesbæ ásamt afgreiðslu bæjarstjórnar á fundargerð stjórnar S.S.S. frá 25/3 1999.

8. Bréf dags. 20/4 1999 frá Sambandi ísl. sveitarfélaga ásamt ályktunum frá fulltrúaráðsfundi 16. og 17. apríl s.l.   Lagt fram.

9. Tilnefningar sveitarfélaga í Náttúruverndarnefnd Suðurnesja.
Afgreiðslu frestað þar til allar sveitarstjórnir á Suðurnesjum hafa tilnefnt í nefndina.

10. Sameiginleg mál.
Sigurður Jónsson sagði frá fundi formanns og framkvæmdastjóra landshlutasamtaka.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15.55.