fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

483. fundur SSS 18. janúar 2001

 Árið 2001, er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum fimmtudaginn 18. janúar 2001 kl. 17.00.

Mætt eru:  Björk Guðjónsdóttir, Sigurður Jónsson, Óskar Gunnarsson, Hallgrímur Bogason, Þóra Bragadóttir, Guðjón Guðmundsson og Jóhanna M. Einarsdóttir ritari.

Dagskrá:

1. Skýrsla um  skóla- og æskulýðsmál á Suðurnesjum lögð fram. Guðjón Guðmundsson lagði fram drög að skýrslunni. Ákveðið að boða skýrsluhöfunda á fund nk. fimmtudag.

2. Fundargerð Bláfjallanefndar frá 15/11 ´00 lögð fram og samþykkt.

3. Fundargerðir  Starfskjaranefndar S.S.S. og S.F.S.B.  frá 22/11 ´00 og 11/12 ´00 lagðar fram og samþykktar.

4. Bréf dags. 7/1 ´01 frá STRB þar sem tilkynnt er að starfsmannafélögin á svæðinu hafi verið sameinuð.  Óskað er eftir að SSS skipi fulltrúa í nýja starfskjaranefnd. Fyrir liggur að bæjarráð Reykjanesbæjar hefur vísað samhljóða erindi til Launanefndar sveitarfélaga mun því stjórn SSS bíða eftir niðurstöðu hennar.

5. Bréf dags. 13/11 ´00 frá Sandgerðisbæ varðandi tekjustofna sveitarfélaga.

6. Bréf (afrit) dags. 20/11 ´00 frá SSA varðandi tillögu nefndar um tekjustofna sveitarfélaga.

7. Bréf dags. 4/12 ´00 frá Fornleifastofnun Íslands varðandi fornleifaskráningu og svæðisskráningu fornleifa á Suðurnesjum. Málinu frestað.

8. Afrit bréfs dags. 11/12 ´00 frá SSH til dóms- og kirkjumálaráðuneyti um Dýraspítala Watsons. Lagt fram.

9. Bréf dags. 12/12 ´00 frá D.S. varðandi samningsumboð fyir sarfsmann sem er félagi í í Þroskaþjálfafélagi Íslands.  Samþykkt að veita Launanefnd sveitarfélaga samningsumboðið eins og gert hefur með aðra kjarasamninga.

10. Bréf dags. 20/12 ´00 frá Reykjavíkurborg varðandi kynningu vegna atkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar. Ákveðið að senda ályktun um flutning kennslu-, ferju-og innanlandsflugs til Keflavíkurflugvallar frá 22. aðalfundi SSS, haldinn var 15. og 16. október 1999. Jafnframt er framkvæmdastjóra falið að óska eftir að fá fyrirliggjandi hugmyndir (skýrslu).

11. Bréf dags. 10/01 ´01 frá Bifreiðastjórafélaginu Fylki. Lagt fram.

12. Bréf dags. 9/01 ´01 frá umhverfisráðuneyti varðandi boð um að senda fulltrúa á Umhverfisþing 26.-27. janúar nk.  Framkvæmdastjóra falið málið.

13. Bréf dags. 28/11´00 frá landbúnaðarnefnd Alþingis ásamt frumvarpi til jarðalaga 73. mál, endurskoðun, ráðstöfun jarða. Lagt fram.

14. Bréf dags. 16/11´00 frá iðnaðarnefnd Alþingis ásamt tillögu til þingsályktunar um áhrif lögfestingar stjórnarfrumvarpa á byggða og atvinnuþróun 103. mál. Lagt fram.

15. Bréf dags. 19/12 ´00 frá samgöngunefnd Alþingis ásamt tillögu til þingsályktunar um sjóvarnaáætlun 2001 – 2004, 319. mál.
Stjórn SSS vill minna á hið mikla landsig og landbrot á Suðurnesjum. Samkvæmt fyrirliggjandi sjóvarnaráætlun telur stjórn SSS það fjármagn hvergi duga til að verja land og mannvirki.  Stjórn SSS hvetur Alþingi til að veita mun meira fjármagni til sjóvarna á Suðurnesjum.

16. Bréf dags. 19/12 ´00 frá samgöngunefnd Alþingis ásamt tillögu til þingsályktunar um hafnaáætlun 2001 – 2004, 327. mál. Lagt fram.

17. Bréf dags. 20/12 frá menntamálanefnd Alþingis ásamt frumvarpi til laga um menningarverðmæti, 226. mál. Stjórn SSS mælir með samþykkt frumvarpsins.

18. Bréf dags. 20/12 frá menntamálanefnd Alþingis ásamt frumvarpi til laga um húsafriðun, 225. mál.  Stjórn SSS mótmælir því að sveitarfélögin standi straum af kostnaði við húsafriðun sbr. 16. grein frumvarpsins.

19. Bréf dags. 20/12 frá menntamálanefnd Alþingis ásamt frumvarpi til safnalaga, 224. mál, (heildarlög). Stjórnin gerir ekki athugasemd við frumvarpið.

20 Bréf dags. 20/12 frá menntamálanefnd Alþingis ásamt frumvarpi til þjóðminjalaga, 223. mál, (heildarlög). Stjórnin gerir ekki athugasemd við frumvarpið.         

21. Breytingar á jarðanefnd Gullbringusýslu.  Með lagabreytingu skipar Héraðsnefnd Suðurnesja ekki lengur í jarðanefnd.   Héraðsnefnd virðist því ekki hafa nein lögbundin verkefni.

22. Umhverfismat á vegum á Suðurnesjum a) Reykjanesbraut, b) Suðurstrandavegi.
Lagt fram.

23. Staða á byggingu D-álma og öldrunarmál.

24. Sameiginleg mál.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19:10.