484. fundur SSS 25. janúar 2001
Árið 2001, er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum fimmtudaginn 25. janúar kl. 17.00.
Mætt eru: Skúli Þ. Skúlason, Sigurður Jónsson, Óskar Gunnarsson, Hallgrímur Bogason, Þóra Bragadóttir, Guðjón Guðmundsson og Jóhanna M. Einarsdóttir ritari.
Dagskrá:
Í upphafi fundar minntist formaður Steinþórs Júlíussonar fyrrv. bæjarstjóra í Keflavík en hann lést í gær. Steinþór Júlíusson var fæddur 6. apríl 1938, hann var stjórnarmaður í stjórn S.S.S. frá 1980 til 1985.
1. Kynnt skýrsla um skóla-og æskulýðsmál á Suðurnesjum “Hagir og líðan ungs fólks á Suðurnesjum”.
Skýrsluhöfundar Hera Hallbera Björnsdóttir og Guðbjörg Daníelsdóttir kynntu niðurstöður rannsókna meðal nemenda í 9. og 10. bekk grunnskóla í Reykjanesbæ, Gerða-og Vatnsleysustrandarhreppi, Grindavík og Sandgerði.
Einnig sátu fundinn undir þessum lið Eiríkur Hermannsson skólamálastjóri og Halldór Ingvason skóla- og félagsmálastjóri Grindavík.
2. Sameiginleg mál.
Engin bókuð mál undir þessum lið.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19.08