547. fundur SSS 11. október 2005
Árið 2005, er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum þriðjudaginn 11. október kl. 08.00 á Fitjum.
Mætt eru: Böðvar Jónsson, Jón Gunnarsson, Sigurður Jónsson, Hörður Guðbrandsson, Óskar Gunnarsson og Guðjón Guðmundsson framkv.stj.
Dagskrá:
1. Fundargerð Starfskjaranefndar frá 12/9 ´05. Lögð fram og samþykkt.
2. Fundargerð Samgöngunefndar frá 20/4, 17/8 og 20/9 ´05. Lagðar fram.
3. Bréf dags. 12/9 ´05 frá SSV – Aðalfundur SSV. Lagt fram.
4. Bréf dags. 23/9 ´05 frá Sveitarfélaginu Garði varðandi aðgerðir til fækkunar sílamáfs. Afgreiðslu frestað þar sem verið er að fjalla um málið í sveitarfélögunum.
5. Bréf dags. 6/10 ´05 frá Sveitarfélaginu Garði ásamt erindi smábátaútgerðar. Stjórnin telur eðlilegt að málið verði afgreitt hjá hverju sveitarfélagi fyrir sig.
6. Bréf dags. 27/9 ´05 frá SSA ásamt samþykktum aðalfundar SSA. Lagt fram.
7. Bréf dags. 3/10 ´05 frá Fjórðungsþingi Vestfrðinga ásamt ályktunum aðalfundar. Lagt fram.
8. Bréf dags. 30/9 ´05 frá Landgræðslu ríkisins þar sem óskað er eftir fjárstyrk að upphæð 1.5 millj.. Erindinu vísað til Fjárhagsnefndar SSS.
9. Tölvu-og hugbúnaðarmál hjá SSS. Framkvmdastjóra falið að vinna að málinu.
10. Drög að fjárhagsáætlunum SSS fyrir 2006. Framkvæmdastjóri kynnti drög að fjárhagsáætlun SSS.
11. Aðalfundur SSS 2005. Rætt um efnistök ofl. á aðalfundinum.
12. Kjördæmisvika – Suðurnes 31/10 og 1/11 ´05 rætt um fyrirkomulag heimsóknarinnar.
13. Niðurstaða kosninga um sameiningu sveitarfélaga. Rætt um málið
14. Sameiginleg mál.
Engin bókuð mál undir þessum lið.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10.00